Fara í efni

Bæjarstjórn

29. ágúst 2011

Miðvikudaginn 24. ágúst 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Lárus Brynjar Lárusson, setti fund og stjórnaði.

 1. Lögð var fram fundargerð 440. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. júní 2011 og var hún í 15 liðum.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 2. Lögð var fram fundargerð 241. (64.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. júní 2011 og var hún í 9 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 3. Lögð var fram fundargerðir Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, 4. fundar ársins 2011 dagsett 9. júní 2011 og var hún í 2 liðum, og 5. fundar ársins 2011 dagsett 15. ágúst 2011 sem var í 8 liðum.
  Til máls tók: MLÓ

  Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi:

  „Ljóst er samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis að ófremdarástand ríkir í fráveitumálum á Seltjarnarnesi og viðhaldi og uppbyggingu hefur ekki verið sinnt sem skyldi árum saman sem gerir það að verkum að brýnna úrlausna er þörf. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að láta vinna verkáætlun varðandi verkþætti sem lúta að úrlausn fráveitumála, kostnaðaráætlun, tímasetningar og framkvæmdaráætlun svo hægt sé að átta sig á umfangi og framgangi verksins.“
  Margrét Lind Ólafsdóttir
  sign
  Svar lagt fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 4. Lögð var fram fundargerð aðalfundar Málræktarstjóðs sem haldin var í júní 2011og var hún í 2 liðum.
  Til máls tók: ÁH.
  Fulltrúi Seltjarnarnesbæjar á aðalfundi Málræktarsjóðs var kjörin Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14. Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 5. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs, 157. fundar dagsett 24. júní 2011 sem var í 8 liðum og 158. fundar dagsett 12. ágúst 2011 sem var í 5 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 363. fundar dagsett 10. júní 2011 sem var í 3 liðum, 364. fundar dagsett 4. júlí 2011 sem var í 6 liðum og 365. fundar dagsett 15. ágúst 2011 sem var í 4 liðum.

  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 7. Lögð var fram fundargerð 287. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 27. júní 2011 og var hún í 5 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 8. Lögð var fram fundargerð 788. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. júní 2011 og var hún í 22 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 9. Erindi og tillögur:

  1. Kjörinn var nýr aðalmaður Sjálfstæðisflokks í Menningarnefnd Seltjarnarness, Bjarni Dagur Jónsson, Lambastaðabraut 4, í stað Fannars Hjálmarssonar.

  2. Kjörinn var nýr varamaður Sjálfstæðisflokks í Menningarnefnd Seltjarnarness, Lárus Brynjar Lárusson, í stað Bjarna Dags Jónssonar.

  3. Lögð voru fram gögn til kynningar á gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið.

   Til máls tók: ÁH.

  4. Lögð var fram tillaga um aukningu á rekstrarútgjöldum Strætó bs. v/ tímabundinnar breyttrar þjónustu við Álftanes.

   Til máls tók: ÁH.

   Bæjarstórn Seltjarnarness samþykkir framkomna ósk Álftnesinga vegna tímabundinnar breyttrar þjónustu við sveitarfélagið.

   Bæjarstjórn áréttar að hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða sem hefur ekki fordæmisgildi.

  5. Tekið var fyrir erindi SSH, dagsett 5. júlí 2011, varðandi aðkomu ríkisins á eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsæðinu.

   Til máls tók: ÁH.

   Samþykkt samhljóða að veita stjórn SSH umboð til undirritunar „Viljayfirlýsingar ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna“.

   Samþykkt samhljóða að stjórn SSH annist samningaviðræður á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og leggi samningsdrög fyrir aðildarsveitarfélögin til afgreiðslu og staðfestingar.

  6. Lögð var fram lokaskýrsla um rekstrar- og fjárhagsúttekt á byggðasamlögunum; Strætó bs., Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og SORPU bs.

   Til máls tóku: ÁH og ÁE.

  7. Tekin var til afgreiðslu tillaga fulltrúa Neslista og Samfylkingar skv 8. lið b á 737. fundi bæjarsstjórnar, um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum.

   Til máls tóku: ÁH, ÁE og MLÓ.

   Tillagan var samþykkt samhljóða.

   Fundi var slitið kl. 17:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?