Fara í efni

Bæjarstjórn

30. ágúst 2011

Þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 17:25 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

 1. Lögð var fram fundargerð 442. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. ágúst 2011 og var hún í 1 lið.
  Lagt var fram samkomulag Þyrpingar ehf og Seltjarnarneskaupstaðar sem er í 12 greinum, varðandi Bygggarða, dagsett 30. ágúst 2011.
  Til máls tóku: MLÓ og ÁH.
  Samkomulagið var samþykkt samhljóða.

  Fulltrúar Neslista og Samfylkingar í bæjarstjórn lögðu fram eftirfarandi bókun:

  „Með því samkomulagi á milli Þyrpingar ehf og Seltjarnarneskaupstaðar sem hér er lagt fram er tilgangurinn að leysa úr alvarlegum ágreiningi sem verið hefur á milli þessara aðila vegna skipulagsmála á Bygggarðareitnum og haft mikinn kostnað í för með sér fyrir bæjarfélagið. Það er jákvætt að úr honum sé leyst svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlega uppbyggingu svæðisins. Allt það mál er áminning um mikilvægi þess að undirbúa vel í opnu ferli ákvarðanir í skipulagsmálum. Við teljum að skipulags- og mannvirkjanefnd hefði, auk fjárhags- og launanefndar, átt að yfirfara þetta samkomulag með tilliti til inntaks hans.
  En tryggja verður að deiliskipulag svæðisins sé unnið á forsendum hagsmuna bæjarins og í sátt við íbúa.“

  Árni Einarsson Margrét Lind Ólafsdótti
  sign                            sign

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:„Sjálfstæðismenn taka undir sjónarmið minnihlutans og óska eftir góðu samstarfi við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og skipulagsnefnd við hönnun svæðisins“

  Bjarni Torfi Álfþórsson Lárus Brynjar Lárusson
  sign                                          sign
  Guðmundur Magnússon Ásgerður Halldórsdóttir
  sign                                           sign
  Sigrún Edda Jónsdóttir
  Sign

 2. Lögð voru fram drög að samstarfsyfirlýsingu Grundar hjúkrunarheimilis og Seltjarnarnesbæjar, í 4 liðum, vegna byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Seltjarnarnesi.

Til máls tók: ÁE.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þessa samstarfsyfirlýsingu.

Fundi var slitið kl. 17:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?