Fara í efni

Bæjarstjórn

14. september 2011

Þriðjudaginn 14. september 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Brynjúlfur Halldórsson (BH).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 161. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 6. september 2011 og var hún í 15 liðum.

    Mál 2011050054 Hofgarðar 18, garðhýsi. – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011050015 Skólabraut 2, nýir kvistir – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011030033 Valhúsabraut 25, niðurrif húss – Samþykkt samhljóða, að fenginni byggingarleyfisumsókn byggðri á fyrirliggjandi uppdráttum.

    Mál 2010050024 Suðurströnd 12, heilsugæsluhús, breytingar utanhúss – Samþykkt samhljóða.

    Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 441. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2011 og var hún í 16 liðum.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 242. (65.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. september 2011 og var hún í 11 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 232. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. ágúst 2011 og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: MLÓ, ÁH og BH.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 159. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 26. ágúst 2011 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 288. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 29. ágúst 2011 og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Erindi og tillögur:

    1. Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar v/ fráveitumála, skv. 3. lið 739. fundar bæjarstjórnar:

      Dælustöð við Elliða, Lambastaðahverfinu.

    2. Greinargerð þessi er samin að beiðni Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar og er tilefni hennar það ófremdarástand er ríkir í fráveitumálum á Seltjarnarnesi. Samkvæmt fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis nr. 4 frá 9. júní 2011

      Inngangur:

      Frárennslismagn í fráveitukerfi Seltjarnarness er mun meira en reiknað var með. Ástæða þessa eru margir samverkandi þættir s.s. meiri innleki af grunnvatni sem kemst inn í skólplagnir, meiri úrkoma en reiknað var með, aukin hitavatnsnotkun og þétting byggðar. Í upphafi var ekki gert ráð fyrir að dæla þurfti öllu skolpi í Ánanauststöðina til hreinsunar. Klóakkerfið var því hannað sem einfalt kerfi (bæði klóak og regnvatn saman) sem færi út um útrásir út í sjó.
      Munurinn á hinu áætlaða magni og því raunverulega er það mikill að dælukerfið hefur ekki undan og viðhelst því hátt vatnsborð í neðri hluta leiðslukerfisins. Neðri hluti leiðslukerfisins er við gatnamót Lindarbrautar/Suðurstrandar, Lindarbraut/Norðurströnd sem og Suðurströnd/Norðurströnd. Yfirfall er stundum langtímum saman næst Suðurströnd og hefur það ástand í för með sér ýmis óþægindi, t.d

      Yfirrennslistími í yfirfallsbrunnum verður allt of langur en hann má aðeins vera 5% af tíma eða 438 klst á ári skv. reglugerð. Afleiðing saurgerlamengun mælist í sjó.

      Við langvarandi hátt vatnsborð virkar neðsti hluti leiðslukerfisins eins og fituskilja og rotþró. Við alfylltar leiðslur verður rennslishraðinn mjög lítill og óhreinindi skólpsins flytjast hægt eða alls ekki (fitan) með rennslinu. Þetta ástand hefur í för með sér of langan dvalartíma skólpóhreininda í leiðslukerfinu og þar af leiðandi rotnun, slæmri lykt og leiðslustíflun.

      Samansöfnun á sandi og fitu í leiðslukerfinu, skerðir flutningsgetu þess. 

      Lofttegundin H2S sem verður við súrefnislaust niðurbrot hefur slæma lykt og veldur tæringu í steinsteyptum rörum.

      Úrlausn:
      Til að bæta þetta ástand sem fyrst er lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
      Setja niður dælibrunn við Elliða í Lambastaðahverfið
      Framlengja þrýstilögn við Suðurströnd við dælukerfi Reykjavíkur
      Lengja fráveitulagnir á tveimur stöðum út í sjó
      Leggja regnvatnslagnir í götur og leiða út í sjó
      Minnkun á innrennsli í fráveitukerfið með því að leita að lekastöðum á vatnsveitu- og hitaveitulögnum og lagfæra þá.
      Endurbætur á rekstraraðstæðum fráveitunnar með rennslismælingu, framhjárennsli við yfirfallsbrunn, mm.

      Haust 2011 hefst undirbúningur varðandi gerð á dælustöð á Elliðalóðinni við Sæból.
      Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar á eftir að ákveða endanlega staðsetningu þessarar dælustöðvar en undirbúningur verksins getur hafist á undan því.
      Gera þarf samning við verkfræðistofu og teikna upp mannvirkið.   Farið verður í verðkönnun hjá verktökum og þeim boðið að gefa verð í verkþáttinn og á vormánuðum 2012 verður hafist handa við að byggja dælubrunninn (stöðina).

Til máls tóku: ÁH og MLÓ.

Fundi var slitið kl. 17:08

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?