Fara í efni

Bæjarstjórn

12. október 2011

Miðvikudaginn 12. október 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram að nýju fundargerð 106. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, sem áður var á dagskrá á 737. fundi bæjarstjórnar, dagsett 8. júní 2011 og var í 6 liðum.

    Liður 4 í fundargerðinni samþykktur samhljóða.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 289. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 3. október 2011 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 366. fundar stjórnar SSH, dagsett 5. september 2011 og var hún í 3 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 102. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 30. september 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 160. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 30. september 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 316. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 29. september 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Erindi og tillögur:

    1. Kjörinn var aðalmaður í Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness, Halldór Þ. Halldórsson Steinavör 6, í stað Þórðar Ólafar Búasonar sem hefur beðist lausnar úr nefndinni.

      Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa sjálfstæðisflokkst en fulltrúar Neslistans og Samfylkingar sátu hjá.

      Varamaður í Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness var kjörinn Friðrik Friðriksson Bollagörðum 7.

      Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa sjálfstæðisflokks en fulltrúar Neslistans og Samfylkingar sátu hjá.

Fundi var slitið kl. 17:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?