Fara í efni

Bæjarstjórn

23. nóvember 2011

Miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 17:18 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni. Álagningaprósentur útsvars og fasteignagjalda eru óbreyttar frá fyrra ári en gjaldskrár hækka um 5%. Gert er ráð fyrir 5% hækkun verðlags á árinu 2012.

    Til máls tók: ÁH.

    Samþykkt samhljóða að vísa Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2011 til síðari umræðu.

  2. Lögð var fram fundargerð 447. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. nóvember 2011 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 164. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. nóvember 2011 og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: ÁH.

    Mál 2011060017 Melabraut 11, glerskáli. - Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011090017 Barðaströnd 14, sólskáli, arinn og geymsla. – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2010020098 Tjarnarstígur 2, endurbygging bílskúrs. - Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011090010 Melabraut 13, svalir. – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011110002 Þórður Ólafur Búason, Sólbraut 16, er tilnefndur sem fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í nefnd Skipulagsstofnunar um Landskipulagsstefnu.

    Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 370. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 31. október 2011 og var hún í 6 liðum.

    Til máls tók: MLÓ.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 99. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 7. nóvember 2011 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss, dagsett 25. október 2011 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 370. fundar stjórnar SSH, dagsett 7. nóvember 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 35. aðalfundur SSH, dagsett 4. nóvember 2011 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Lögð var fram fundargerð 291. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 10. nóvember 2011 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Lögð var fram fundargerð 163. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 11. nóvember 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  11. Lögð var fram fundargerð 104. fundar stjórnar SHS bs, dagsett 11. nóvember 2011 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  12. Lögð var fram fundargerð 318. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 3. nóvember 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  13. Erindi og tillögur:

    1. Lögð var fram umsagnarbeiðni frá LR um endurnýjun á rekstrarleyfi til Ljónið veitingar ehf í flokki III og tegund veitingastaðar er Veitingahús. Starfsstöð er Rauða ljónið.

      Til máls tóku: ÁH og ÁE.

      Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Fjárhags- og launanefndar og Skipulags- og bygginganefndar.

Fundi var slitið kl. 17:27

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?