Fara í efni

Bæjarstjórn

08. febrúar 2012

Miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Guðmundur Magnússon (GM) boðaði forföll.

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 450. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerð 166. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar ásamt umsögn til SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, BTÁ

  3. Fundargerð 245. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 236. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, LBL

  5. Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerðir 320.og 321.fundar stjórnar skíðasvæða höfuðb.svæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. Fundargerð 793. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 166. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 294. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Erindi og tillögur:

    1. Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um vatnsgjald í Seltjarnarneskaupstað nr.1167/2010 lögð fram.

    Til máls tók: ÁH

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á auglýsingu.

    Fundi var slitið kl. 17:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?