Fara í efni

Bæjarstjórn

28. mars 2012

Miðvikudaginn 28. mars 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Katrín Pálsdóttir (KP) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 168. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 168 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.

    Málsnúmer: 2012030004
    Heiti máls Sæbraut 19 gluggar
    Málsaðili: Þór Arnarson
    Lýsing: Sótt um að gera glugga á kjallara
    Afgreiðsla: Samþykkt

    Málsnúmer: 2009060018
    Heiti máls: Vesturströnd 29 sólstofa
    Málsaðili: Haraldur Jónsson
    Lýsing: Viðbygging 28 fm, 84 rm,
    Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.

    Málsnúmer: 2012030029
    Heiti máls Miðbraut 30 fyrirspurn um stækkun bílskúrs
    Málsaðili: Bergmann Magnús Bjarnason
    Lýsing: Breikkun og hækkun bílskúrs innan byggingareits
    Afgreiðsla: Jákvætt, enda verði stótt um byggingaleyfi. Umsækjanda bent á að lækka mestu hæð bílskúrs.

    Málsnúmer: 2008020048
    Heiti máls Staðsetning útilistaverksins – Skyggnst bak við tunglið, við Íþróttamiðstöð
    Lýsing: Fyrr var samþykkt tillaga um staðsetninga á lóð sem ekki var í eigu Seltjarnarnesbæjar og nýr staður því valin nú sem menningarnefnd hefur þegar fjallað jákvætt um.
    Afgreiðsla: Nefndin fellst á staðsetningu.
  2. Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 795. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.
  4. Fundargerð 375. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 110. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerðir 297. og 298. fundar stjórnar Sorpu bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  7. Erindi og tillögur.
  8. a) Kjörinn er nýr aðalmaður Samfylkingar í Jafnréttisnefnd, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, kt. 210372-5399, Nesvegur 123, í stað Helgu Ólafs Ólafsdóttur, kt. 140667-4049, sem flutt hefur úr bæjarfélaginu.

    Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi vék af fundi og tók Margrét Pálsdóttir sæti hennar.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri vék af fundi.

    b) Afgreiðslu tillögu minnihluta bæjarstjórnar sem vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. lið 11.b) í fundargerð bæjarstjórnar 14. mars 2012.
    Tillaga minnihlutans felld með fjórum atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.
    Til máls tók ÁE og MLÓ:
    Til máls tók BTÁ og lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans:

    Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram svohljóðandi bókun við tillögu minnihlutans sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 14. mars 2012 varðandi úrskurð innanríkisráðuneytisins.

    Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness telur sig hafa fylgt lögum og reglum í hvívetna við niðurlagningu á starfi fyrrverandi framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Ólafur var í starfi sínu hjá Seltarnarnesbæ í Starfsmannafélagi Seltjarnarnesbæjar, sem er stéttarfélag skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Um kaup og kjör Ólafs sem starfsmanns Seltjarnarnesbæjar fór því eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga. Seltjarnarnesbær taldi, í samræmi við álit lögmanns bæjarins, að ráðning framkvæmdastjóra félli niður við niðurlagningu viðkomandi starfs. Er það í samræmi við framkvæmd við niðurlagningu starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Ekki verður því frekar aðhafast af hálfu bæjaryfirvalda vegna nýgengins úrskurðar innanríkisráðuneytisins.
    Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness.
    Lárus B. Lárusson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Katrín Pálsdóttir varamaður (sign) og Margrét Pálsdóttir varamaður (sign).

Fundi var slitið kl. 17:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?