Fara í efni

Bæjarstjórn

17. apríl 2012

Þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 17:18 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Guðmundur Magnússon (GM), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Brynjúlfur Halldórsson (BH) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011, fyrri umræða.

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011. Bað bæjarstjóri, Auðunn Guðjónsson endurskoðanda KPMG að gera grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og fara yfir endurskoðunarskýrslu.

    Bæjarstjóri vakti athygli á athugasemdum í skýrslu endurskoðenda þar sem fram kemur að stjórnsýsla Seltjarnarnesbæjar hefur brugðist við gagnvart öllum athugasemdum endurskoðenda frá fyrra ári. Einnig þakkaði bæjarstjóri starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra hlut í glæsilegri afkomu ársins. Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem ráðgerð er 9. maí 2012.

    Til máls tóku: MLÓ, ÁH

  2. Fundargerðir 452. og 453. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    Fundargerðirnar lagðar fram og samþykktar samhljóða.

  3. Fundargerð 373. fundar Félagsmálaráðs.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 237. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tók: MLÓ, BH, ÁH

  5. Fundargerð 99. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 168. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 323. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðb.svæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 299. Fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Erindi og tillögur.

    Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi vék af fundi og tók Lárus B. Lárusson við fundarstjórn.

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri vék af fundi.

  9. a) Bréf ERGO lögmanna, dags. 26/03/12 lagt fram.

  10. b) Bréf ADVEL lögmannsstofu, dags. 11/04/12 lagt fram.
    Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri komu aftur inn á fundinn undir lið 9. c)
    c) Deiliskipulag Bygggarðasvæðis lagt fram.
    Lýsing á deiliskipulagsverkefni fyrir Bygggarða sem Seltjarnarnesbær hefur látið vinna til kynningar hjá Skipulagsstofnun, almenningi og hagsmunaaðilum samkv. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 lögð fram og samþykkt.
    Til máls tók: MLÓ, ÁH

Fundi var slitið kl. 18:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?