Fara í efni

Bæjarstjórn

09. maí 2012

Miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

 1. Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011, seinni umræða.
  Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri lagði áherslu á að við framlagningu ársreikningsins til fyrri umræðu hafi endurskoðandi bæjarins einnig lagt fram og kynnt skýrslu til bæjarstjórnar um helstu þætti ársreiknings og vinnu við endurskoðun.
  Bæjarstjóri lýsti ánægju með góða niðurstöðu ársreiknings og sagði að ástæða væri til að þakka starfsmönnum og stjórnendum fyrir þennan góða árangur. Þá þakkaði bæjarstjóri minnihlutanum fyrir samstöðu og málefnalega afstöðu við afgreiðslu mála er varða fjármál bæjarins. Bæjarstjóri vill þakka samstarfið við minnihlutann á liðnu ári og óskar eftir áframhaldandi samstarfi við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
  Bæjarstjóri lagði til við bæjarstjórn að samþykkja ársreikninginn fyrir árið 2011.

  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 er samþykktur samhljóða og afgreiddur samkvæmt 61. Gr. Sveitarstjórnalaga nr. 138/2011.
  Lagðir voru fram ársreikningar ársins 2011 fyrir Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness, Fráveitu Seltjarnarness, Hrólfsskálamel ehf, Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi, Dvalar- og hjúkrunarheimili Seltjarnarness, Lækningaminjasafns Íslands, Félagsheimili Seltjarnarness og Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar.

  Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ
  Allir ársreikningarnir voru bornir upp og samþykktir samhljóða.
  Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 sýnir að hagræðing og niðurskurður síðustu ára og auknar útsvarstekjur skila því að jöfnuður er að komast á í rekstrinum. Forsendur hinnar jákvæðu rekstrarniðurstöðu ársins umfram áætlun eru einkum þær að hefði verið fylgt áætlun ársins um framkvæmdir og varanlegar fjárfestingar að upphæð 288.500.000 í stað 183.315.000 og greiðslur úr Jöfnunarsjóði verið þær sömu og áætlun gerði ráð fyrir, eða 60.000.000 í stað 127.520.000, stæði rekstur aðalsjóðs (A hluta) í járnum, en tap hefði orðið á heildarrekstri sveitarfélagsins (þ.e. A og B hluta samantekið). Það er því ljóst að varfærni og aðhalds er áfram þörf í rekstrinum, en einnig tilefni til þess að yfirfara vel einstaka rekstrarþætti, s.s. skóla-, æskulýðs- og menningarmál, með það í huga að tryggja að ekki hafi verið gengið of langt í hagræðingu og þrengt um of að þjónustu. Einnig þarf að gæta þess að ekki safnist upp viðhalds- og framkvæmdaþörf sem kann að vinda upp á sig sé hún vanrækt til lengdar, en tímabært er orðið að taka þar til hendi m.a. í viðhaldi stíga til að bæta ásýnd bæjarins. Ýmsir óvissuþættir hanga einnig yfir rekstrinum, s.s. varðandi Lækningaminjasafn, bygging hjúkrunarheimilis og mögulegar skaðabætur og lögfræðikostnaður vegna óleystra starfsmannamála.
  Við bendum á að í endurskoðunarskýrslu sem fylgir ársreikningnum segir að rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, sé neikvæð um 111 milljónir og að mikilvægt sé að viðhalda jafnvægi í rekstri aðalsjóðs og leggja áherslu á eftirfylgni með áætlunum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn fyrir næstu ár.
  Við bendum einnig á að í skýrslu endurskoðenda eru ítrekaðar fyrri ábendingar um mikilvægi þess að rekstur félagslegs íbúðarhúsnæðis verði yfirfarinn svo jafnvægi sé á milli tekna og gjalda, en þjónustutekjum er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði hvers B hluta fyrirtækis þegar til lengri tíma er litið. Einnig er í skýrslunni bent á nauðsyn þess að yfirfara rekstur Áhaldahúss og Fráveitu af sömu ástæðu. Við þessum athugasemdum þarf að bregðast.
  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
  Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
  Auðunn Guðjónsson endurskoðandi vék af fundi kl. 17:25
 2. Fundargerð 454. fundar Fjárhags- og launanefndar.
  Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
  Til máls tóku: ÁE, ÁH
 3. Fundargerð 169. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 169 var borið upp til staðfestingar:
  Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi lið í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

  Málsnúmer: 2011050038
  Heiti máls: Skólabraut 10, Umsókn um breyttar flóttaleið á þaki
  Málsaðili: Hjálpræðisherinn á Íslandi
  Lýsing: Svölum breytt í flóttasvalir, eldri samþykkt verði felld úr gildi. Fyrirspurn fékk jákvæða umsögn. Teikningar áritaðar af SHS. hafa borist.
  Afgreiðsla: Samþykk
 4. Fundargerð 359. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: ÁE, LBL
 5. Fundargerð 247. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 6. Fundargerð 238. fundar Umhverfisnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerð 110. fundar Menningarnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 8. Fundargerð 100. fundar Veitustofnunar.
  Fundargerðin lögð fram.
 9. Fundargerð 376. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðin lögð fram.
 10. Fundargerð 300. fundar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 11. Fundargerð 111. fundar stjórnar SHS.
  Fundargerðin lögð fram.
 12. Fundargerð 169. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 13. Fundargerð 796. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfél.
  Fundargerðin lögð fram.
 14. 4 fundargerðir í stjórn Reykjanesfólkvangs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 15. Tillögur og erindi:

a) Tilfærsla á nefndarmönnum í Skólanefnd:
Aðalmaður verður Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Sefgarðar 4, 170 Seltj.
Varamaður verður Halldór Árnason, Víkurströnd 11, 170 Seltj.
Samþykkt með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.

b) Nýr formaður í stjórn Lækningaminjasafns.
Friðrik Friðriksson, Bollagörðum 7, 170 Seltj. tekur við af Gunnari Lúðvíkssyni sem hættir sem formaður stjórnar. Samþykkt með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.

c) Bæjarstjórn Seltjarnarness fer þess á leit við Umhverfisnefnd að hún hlutist til að láta endurbyggja og viðhalda Ljóskastarahúsinu út í Suðurnesi og birginu upp á Valhúsahæð sem er frá stríðsárunum.
Til máls tóku: ÁH, ÁE

d) Auglýsing á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins – Holtsgöng, breyting á gatnaskipulagi.
Fyrir lá erindi framkvæmdastjóra SSH f.h. svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins vegna afgreiðslu nefndarinnar á fundi 27. apríl sl. Erindi Reykjavíkurborgar – Tillaga að auglýsingu á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins: Holtsgöng, breyting á gatnaskipulagi. Niðurstaða svæðisskipulagsnefndar er að tillagan sé tilbúin til auglýsingar. Í samræmi við 23. grein skipulagslaga er tillagan send til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir fyrir sitt leyti að fram fari auglýsing sbr. 24. gr. skipulagslaga.
Til máls tók ÁH.

e) Tilnefning í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
Lagt til að Sólveig Pálsdóttir verði áfram aðalmaður og Jón Jónsson varamaður.
Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?