Fara í efni

Bæjarstjórn

20. júlí 2012

Föstudaginn 20. júlí 2012 kl. 11:40 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 172. Fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 172 er borin upp til staðfestingar:

  Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

  2.Málsnúmer:2012020064
  Heiti máls: Skerjabraut 1-3, deiliskipulagsbreyting
  Málsaðili: Kaflar ehf
  Lýsing: Leiðréttur uppdráttur, breyting einnig varðandi kvaðir um lagnir á lóð.
  Afgreiðsla: Tillaga samþykkt til auglýsingar. Ragnhildur Ingólfsdóttir sat hjá .

  Bæjarstjórn samþykkir lið 2. í fundargerð skipulags- og mannvirkanefndar með fimm atkvæðum og tveir sátu hjá.

  “Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. júlí s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Skerjabraut 1-3, 1. ágúst 2012. ”

  3.Málsnúmer: 2010120031
  Heiti máls: Melabraut 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
  Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
  Lýsing: Tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi frá Einari Ólafssyni arkitekt.
  Afgreiðsla: Tillaga samþykkt til auglýsingar

  Bæjarstjórn samþykkir lið 3. í fundargerð skipulags- og mannvirkanefndar með fimm atkvæðum og tveir sátu hjá.

  “Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. júlí s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Melabraut 33 1. ágúst 2012. ”

  12.Málsnúmer: 2011120026
  Heiti máls: Vegvísir í friðlandinu, framkvæmdaleyfi
  Málsaðili: Umhverfisstofnun
  Lýsing: Sótt er um leyfi til að setja upp skilti við friðlandið við Bakkatjörn og Gróttu
  Afgreiðsla: Samþykkt

  Bæjarstjórn samþykkir lið 12. í fundargerð skipulags- og mannvirkanefndar.

  Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ

Fundi var slitið kl. 11:47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?