Fara í efni

Bæjarstjórn

12. september 2012

Miðvikudaginn 12. september 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus Brynjar Lárusson, setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 459. fundar Fjárhags- og launanefndar.
  Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
 2. Fundargerð 173. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 173 var borið upp til staðfestingar:
  Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

  1. Mál.nr. 2012080003
  Heiti máls: Miðbraut 34, breyting deiliskipulags Vesturhverfis.
  Málsaðili: Ívar Ívarsson
  Lýsing: Hækkun þaks í 2.70 m, valmaþak, ½ hæð, leyfilegt byggingamagn á lóð er óbreytt.
  Afgreiðsla: Samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar.

  2. Málsnúmer: 2012080013
  Heiti máls: Miðbraut 17 gluggabreyting.
  Málsaðili: Björn Gunnlaugsson
  Lýsing: Sótt er um leyfi til að breyta póstum glugga á 1. hæð.
  Afgreiðsla: Samþykkt .

  3. Málsnúmer: 2012060085
  Heiti máls: Mýrarhúsaskóli, færsla bókasafns.
  Málsaðili: Seltjarnarnesbær
  Lýsing: Sótt um leyfi til að færa bókasafn úr suðurhluta í norðurálmu skólans.
  Afgreiðsla: Samþykkt .

  4. Málsnúmer: 2011090072
  Heiti máls: Grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga. Reiðhjóla og göngustígar á Seltjarnarnesi
  Lýsing: Stefán Bergmann óskar eftir að tekin verði saman gögn um stöðu og framtíðarsýn varðandi tengingu stíga á Seltjarnarnesi við stofnstíganet höfuðborgarsvæðisins.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

  Til máls tók: ÁE, ÁH
  Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
 3. Fundargerð 101. fundar Veitustofnana.
  Fundargerðin lögð fram.

  Gjaldskrá hitaveitu frá 1. nóvember 2012 verður:
  Heitt vatn til húshitunar hækkar um 3,00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
  Heitt vatn til snjóbræðslu hækkar um 3, 00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
  Heitt vatn til iðnaðar hækkar um 3,00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
  Fastagjald hækkar um 300,00 krónur úr kr. 5.990,00 í kr. 6.290,00
  Gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 fermetrar að stærð hækkar um 8.086,00 krónur úr kr. 161.904,00 í kr. 169.990,00
  300-1000 fermetrar að stærð hækkar um 10,00 krónur úr kr. 194,00 í kr. 204,00 per fermetra
  1000 fermetrar og yfir að stærð hækkar um 7,00 krónur úr kr. 130,00 í kr. 137,00 per fermetra
  Einn rennslismælir á grind hækkar um 2.411,00 krónur úr kr. 48.216,00 í kr. 50.627,00

  Álagt vatnsveitugjald.
  Frá 1. nóvember 2012 verður vatnsveitugjald 0,11%.

  Álagt fráveitugjald.
  Frá 1. nóvember 2012 verður fráveitugjald 0,12%.

  Til máls tóku: ÁE, ÁH
  Gjaldskrá borin upp til staðfestingar bæjarstjórnar, samþykkt samhljóða.
 4. Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.
 5. Fundargerðir 12. og 19. fundar Lækningaminjasafns 2009 og 29a, 29b, 31. og 32. fundar Lækningaminjasafns 2012, ásamt yfirlýsingu Stefáns Bergmanns.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
  Til máls tóku: MLÓ, ÁE, ÁH

  Bókun meirihluta:
  Ekki er talin ástæða til að undirbúningsnefnd sem skipuð var til að endurskoða samning um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og menningartengd starfsemi og skila átti tillögum fyrir 30. apríl sl. haldi áfram störfum. Mál hafa þannig þróast sl. mánuði að ráðuneytið hefur óskað eftir að skoða ýmsa fleti á þessu verkefni og formaður stjórnar hefur verið í sambandi við ráðuneytið. Stjórnin hefur falið safnstjóra að ráða fagaðila sér til aðstoðar til að gera starfs- og rekstraráætlun fyrir starfsemi Lækningaminjasafns og menningartengda starfsemi. Nefndinni eru þökkuð vel unnin störf.
  Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Guðmundur Magnússon (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Lárus B. Lárusson (sign).

  Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 sat hjá
 6. Fundargerð 303. fundar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerð 172. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: SEJ, ÁH
 8. Fundargerð 326. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 9. Tillögur og erindi:

  a) Málsnúmer: 2012070017 
  Lögð var fram umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi til Alheimurinn ehf., úr leikhúsi í leikhús og veitingastað í flokki III.
  Afgreiðsla 172. fundar í Skipulags- og mannvirkjanefnd: 10 
  Málsnúmer: 2012070017
  Heiti máls: Sefgarðar 3, breytt notkun húsnæðis í leikhús og vínveitingastað í eitt ár.
  Málsaðili: Þyrping ehf
  Lýsing: Sótt um breytt notkun húsnæðis úr leikhúsi í leikhús og veitingastað í flokki III vegna umsóknar um rekstrarleyfi hjá lögreglustjóra.
  Afgreiðsla: Synjað,vegna grenndar við íbúðahverfi.

  Samþykkt að vísa málinu frá þar sem erindinu hafði verið hafnað í skipulags- og mannvirkjanefnd.
  Til máls tóku: ÁE, GM

  b) Málsnúmer: 2012070009 Lagt fram bréf frá Lyfjastofnun, dags. 27/08/12 um breyttan afgreiðslutíma Lyf og heilsu, Eiðistorgi.
  Samþykkt með 4 atkæðum, 2 sátu hjá.
  Til máls tóku: ÁE, MLÓ

  c)  Málsnúmer: 2012080018
  Lagt fram bréf dags. 24/08/12 ásamt fylgiskjölum um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
  Samkomulagið borið upp til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
  Til máls tóku: ÁE, MLÓ, GM

Fundi var slitið kl. 17:38

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?