Fara í efni

Bæjarstjórn

13. febrúar 2013

Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 17:08 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 467. fundar Fjárhags- og launanefndar.
  Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
 2. Fundargerð 253. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: SSB, SEJ
 3. Fundargerð 182. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 182. voru borin upp til staðfestingar.
  Skipulagsmál:
  Mál.nr. 2012090066
  Heiti máls: Deiliskipulagsáform Seltjarnarnesbæjar
  Lýsing: Lögð fram tillaga að röðun áframhaldandi deiliskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi
  Afgreiðsla: Tillaga samþykkt
  Samþykkt samhljóða

  Byggingarmál:
  Málsnúmer: 2013010041
  Heiti máls: Skólabraut 3-5 - svalalokun
  Málsaðili: Húsfélag Skólabraut 3- 5
  Lýsing: Sótt er um samþykkt fyrir glerlokanir á svölum fyrir allt húsið en áform nú varða aðeins eina íbúð.
  Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum teikningum enda verði samþykkt að endurnýjast fyrir hverja svalalokun þegar að áformum kemur. Áskilin lokaúttekt.
  Samþykkt samhljóða
  Til máls tóku: ÁE, BTÁ

  Samþykkt dagskrágerðarbreyting sem afgreidd er undir lið 13 d í tillögum og erindum.
 4. Fundargerð 242. fundar Umhverfisnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 5. Fundargerð 105. fundar Veitustofnunar.
  Fundargerðin lögð fram.
 6. Fundargerð 36. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerð 1. fundar Félagsheimilis Seltjarnarness.
  Fundargerðin lögð fram.
 8. Fundargerð 803. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.
 9. Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: ÁE,SEJ
 10. Fundargerð 118. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 11. Fundargerðir 311. og 312. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 12. Fundargerð 32. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 13. Tillögur og erindi:
  a.  Auglýsing – Skipulag Suðurströnd / Hrólfsskálamelur.
  Sameining og breyting á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að sameiningu og breytingu á deiliskipulagi vegna Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Tillagan samþykkt samhljóða

  b. Auglýsing – Skipulag Miðbraut 34.
  Breyting á deiliskipulagi Vesturhverfi vegna Miðbrautar 34. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Miðbrautar 34, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Tillagan samþykkt samhljóða

  c. Auglýsing – Deiliskipulag Bygggarðasvæði.
  Tillaga að deiliskipulagi að Bygggarðasvæði. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi að Bygggarðasvæði, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Tillagan samþykkt samhljóða

  d. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista vegna staðsetningar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
  Samkvæmt samningi sem félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi undirrituðu 30. desember 2010 um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi var gert ráð fyrir að framkvæmdir hæfust haustið 2011 og að heimilið yrði tekið í notkun seinni hluta ársins 2013.

  Ljóst er að sú áætlun nær ekki fram að ganga, m.a. vegna þess að fyrri ákvarðanir um staðsetningu byggingarinnar eru í uppnámi vegna andstöðu sóknarnefndar og arkitekts Seltjarnarneskirkju. Þá hefur skipulags- og mannvirkjanefnd einnig gert athugasemdir um að fyrirhuguð bygging falli ekki að byggðarmynstri og götumynd svæðisins, þótt nefndin leggist ekki gegn staðsetningu hjúkrunarheimilisins, eins og fram kemur í ályktun nefndarinnar á 182. fundi sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn.

  Einnig er ekki ljóst hvort samstarfsyfirlýsing um rekstur heimilisins sem gerð var við hjúkrunarheimilið Grund í september 2011 standi verði breyting á fyrirhugaðri staðsetningu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og er brýnt að fá úr því skorið.

  Til þess að ekki verði frekari frestun á þessu brýna máli sem hefur um árabil verið á dagskrá bæjarstjórnar Seltjarnarness er óhjákvæmilegt að bæjarstjórn fjalli um og taki ákvörðun með formlegum hætti um framhaldið og næstu skref varðandi staðsetningu, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Við óskum eftir því að það verði gert innan sex vikna.
  Virðingarfyllst
  Sigurþóra Bergsdóttir og Árni Einarsson

  Tillagan samþykkt samhljóða
  Til máls tóku: ÁE, BTÁ, SSB, SEJ, ÁH

Fundi var slitið kl. 17:38

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?