Miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 17:02 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 471. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin sem er 8 tl. er samþykkt samhljóða. - Fundargerð 379. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 243. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 316. fundar stjórnar SORPU.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð Samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a) Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“
Til máls tóku: ÁH
Fundi var slitið kl. 17:04