Fara í efni

Bæjarstjórn

587. fundur 11. febrúar 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.      Lögð var fram fundargerð 340. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 22. janúar 2004 og var hún í 11 liðum. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð Grant Thornton endurskoðunar ehf um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar 31.12.2002.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.       Lögð var fram fundargerð 295. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 22. janúar 2004 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.       Lögð var fram fundargerð 33. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 29. janúar 2004 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 34. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 5. febrúar 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 53. (19.) fundar Menninganefndar Seltjarnarness dagsett 5.febrúar 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.       Lögð var fram fundargerð 37. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.,  dagsett 23. janúar 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.       Lögð var fram fundargerð 52. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. dagsett 30. janúar 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.      Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 20. janúar 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.       Kosnir voru fulltrúar Neslistans, vegna fráfalls Þorvaldar K. Árnasonar, í Sipulags- og mannvirkjanefnd og í stjórn Veitustofnana ásamt fulltrúa í Almannavarnarnefnd.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Varamaður í Skipulags- og mannvirkjanefnd var kjörinn Gunnar Örn Gunnarsson Lindarbraut 18.

Varamaður í stjórn Veitustofnana var kjörinn Kristján E Einarsson Skerjabraut 9.

Varamaður í Almannavarnarnefnd var kjörinn Kristján Þorvaldsson Miðbraut 3.

10.      Erindi:

a)     Lagt var fram bréf Ungmennafélags Íslands dagsett 12. janúar 2004 um tillögur sem samþykktar voru á 43. sambandsþingi UMFÍ, þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að tryggja öldruðum aðstöðu til íþróttaiðkunar og þar sem sveitarstjórnir, íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til að vinna markvisst að fegrun umhverfis við íþróttavelli og önnur íþróttamannvirki.

Erindið sent  Æskulýðs- og íþróttaráði Seltjarnarness til upplýsinga.

 

Fundi var slitið kl. 17:20      



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?