Fara í efni

Bæjarstjórn

24. apríl 2013

Miðvikudaginn 24. apríl 2013 kl. 17:05 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

Bæjarstjóri lagði til breytingu á dagskrá að tekin yrði inn fundargerðir fjárhags- og launanefndar nr. 473 og 474 undir lið 2.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012, fyrri umræða.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012.
    Auðun Guðjónsson endurskoðandi KPMG gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins, lykiltölum og endurskoðunarskýrslu.
    Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn og færði starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra hlut í glæsilegri afkomu ársins.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2012 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, sem ráðgert er 8. maí 2013.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, SEJ, SSB, LBL
  2. Fundargerðir 472, 473 og 474. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerð nr. 472 sem er 5 tl. er samþykkt samhljóða.
    Fundargerð nr. 473 sem er 1 tl. er samþykkt samhljóða.
    Fundargerð nr. 474 sem er 1 tl. er samþykkt samhljóða.
  3. Fundargerð 185. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 185 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

    Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels endurauglýsing
    Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að sameina deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels ásamt stækkun byggingreits fyrir íþróttamiðstöð og hliðrun á gögnustígum. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Mál.nr. 2010120031
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting fyrir Melabraut 33, endurauglýsing
    Málsaðili: Jón Gunnar Hjálmarsson
    Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að breyta deiliskipulagsskilmálum Vesturhverfis vegna stækkunar á byggingareit til norðurs fyrir Melabraut 33. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Mál.nr. 2012110048
    Heiti máls: Bakkahverfi deiliskipulagsbreyting fyrir Miðbraut 22, endurauglýsing
    Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
    Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að breyta deiliskipulagsskilmálum Bakkahverfis vegna stækkunar á byggingareit til norðurs fyrir Miðbraut 22. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Mál.nr. 2013030018
    Heiti máls: Víkurströnd 9 einbýlishús útlitsbreyting og gerð grein fyrir neðri hæð.
    Málsaðili: Þorkell Bjarnason
    Lýsing: Umsókn og teikning frá Garðari Guðnasyni dregin til baka og lögð fram ný teikning frá Marvin Ívarssyni sem gerir grein fyrir sömu breytingum og áður á efri hæð og sýnir stækkun neðri hæðar frá samþykktum aðalteikningum sem gerð var þegar húsið var byggt og tilkynnt FMR í upphafi.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt. Grenndaráhrif óveruleg.

    Mál.nr. 2012060087
    Heiti máls: Borholuhús við Bygggarða, endurbygging.
    Lýsing: Umsókn lögð fram að nýju eftir frestun 20.11.2012 eftir samráð við skipulagshönnuð. Endurbygging borholuhúss við Bygggarða og óveruleg stækkun frá fyrri samþykkt vegna dreifistöðvar .
    Afgreiðsla: Samþykkt, lokaúttekt áskilin.

    Málsnúmer: 2013040027
    Heiti máls: Miðbraut 2 breytt eignamörk á neðstu hæð
    Málsaðili: Sigríður Sigmarsdóttir
    Lýsing: Sótt um áðurgerðar breytingar á eignamörkum á neðstu hæð vegna afgreiðslu eignaskiptasamnings.
    Afgreiðsla: Samþykkt, lokaúttekt áskilin.

    Málsnúmer: 2013030025
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 2-8, reyndarteikningar eftir lokaúttekt
    Lýsing: Sótt um breytingu á eldvarnarmerkingum eftir athugasemdir við lokaúttekt.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt.

    Mál.nr. 2013030012
    Heiti máls: Aðalskipulagi Reykjavíkur, breyting, lýsing vegna Mýrargötu/Geirsgötu
    Lýsing: Umsögn um verkefnislýsingu breytingar vegna Mýrargötu-Geirsgötu
    Afgreiðsla: Skipulags- og Mannvirkjanefnd er einróma sammála um svohljóðandi bókun: Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi umhverfi Hringbrautar og hins nýja Landspítala og því frekar eftir að Holtsgöng hafa verið felld út úr áður kynntu Svæðisskipulagi þykir okkur freklega að okkur þrengt með þeim áformum sem nú eru uppi í skipulagi Mýrargötu. Erfitt er að sjá hvernig þær samgönguæðar sem hafa mesta þýðingu fyrir íbúa Seltjarnarnes eiga að geta sinnt þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni. Á þetta bæði við venjulegar aðstæður og einnig ef upp kemur ástand sem krefst skjótrar hóprýmingar. Skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar leggst því eindregið gegn þeim fyriráætlunum sem nú eru uppi um þrengingu umferðar um Mýrar- og Geirsgötu og hvetur skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar til að koma með raunhæfar lausnir á þeim umferðarvanda sem augljóslega blasir við á þessu svæði.

    Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar: ,,Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi umhverfi Hringbrautar og hins nýja Landspítala og því frekar eftir að Holtsgöng hafa verið felld út úr áður kynntu Svæðisskipulagi þykir okkur freklega að okkur þrengt með þeim áformum sem nú eru uppi í skipulagi Mýrargötu. Erfitt er að sjá hvernig þær samgönguæðar sem hafa mesta þýðingu fyrir íbúa Seltjarnarnes eiga að geta sinnt þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni. Á þetta bæði við venjulegar aðstæður og einnig ef upp kemur ástand sem krefst skjótrar hóprýmingar. Skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar leggst því eindregið gegn þeim fyriráætlunum sem nú eru uppi um þrengingu umferðar um Mýrar- og Geirsgötu og hvetur skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar til að koma með raunhæfar lausnir á þeim umferðarvanda sem augljóslega blasir við á þessu svæði“.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, BTÁ, SSB, GM

    Málsnúmer: 2013040033
    Heiti máls: Aðalskipulag á Seltjarnarnesi, umhverfis og samgöngumál.
    Lýsing: Áform um aðalskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi um umhverfismál og þróun í samgöngumálum.
    Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að fjalla um reiðhjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi.

    Samþykkt að fela bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir nefndina í nefndinni verði 5 aðilar 3 frá meirihluta og 2 frá minnihluta.
    Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.
    Til máls tóku: SSB, BTÁ, ÁE
  4. Fundargerð 365. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 113. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 317. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerðir 329. og 330. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  9. Fundargerð 388. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Tillögur og erindi:
    a)  Lögð var fram Eigendastefna fyrir SORPU bs.
    Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að eigendastefnu Sorpu bs.
    Til máls tóku: ÁH

    b)  Lögð var fram Eigendastefna fyrir Strætó bs.
    Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að eigendastefnu Strætó bs.
    Til máls tóku: ÁH, SEJ, GM, ÁE

    c)  Lögð var fram Sóknaráætlun 2013 fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að Sóknaráætlun 2013 fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, SSB, GM

    d)  Lögð var fram ný gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir nýja gjaldskrá eftirlitsins.
    Til máls tóku: ÁH,

    e)  Skipan undirkjörstjórna við alþingiskosningar 27. apríl 2013.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirfarandi aðila til starfa í undirkjörstjórnum við Alþingiskosningar sem fram eiga að fara 27. apríl 2013.

Valhúsaskóli

Kjördeild I, Vilhjálmur Pétursson, formaður, Bollagörðum 26.

Þorsteinn Rafn H. Snæland, Sæbraut 15.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30.

Margrét Steinunn Bragadóttir, Suðurmýri 38.

Kjördeild II, Jón Guðmundsson, formaður, Látraströnd 12.

Elín Helga Guðmundsdóttir, Bollagörðum 26.

Guðný Björg Hjálmarsdóttir/Hjálmar V. Björgvinsson, Kolbeinsmýri 8.

Halldór Arnar Guðmundsson, Nesbala 98.

Kjördeild III, Hildur B. Guðlaugsdóttir, formaður, Sólbraut 16.

Kristinn Guðmundsson, Vallarbraut 6.

Helga Benediktsdóttir, Sæbraut 15.

Ingveldur Kristjánsdóttir, Fornuströnd 16.

Fundi var slitið kl. 18:17

l

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?