Fara í efni

Bæjarstjórn

22. maí 2013

Miðvikudaginn 22. maí  2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 186. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 186 voru borin upp til staðfestingar.
  Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Mál.nr: 2013050023
  Heiti máls: Miðbraut 29, bygging sólstofu.
  Málsaðili: Sigurgeir Sigurðsson
  Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi vegna áforma um að endurbyggja áður gerða timbur sólstofu úr breyttum efnum, plasti, stáli og gleri.
  Afgreiðsla:  Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi. Lokaúttekt áskilin.
  Samþykkt samhljóða.
  Til máls tóku: ÁH
 2. Fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.
 3. Fundur í samráðshópi um áfengis- og vímuvarnir.
  Fundargerðin lögð fram.
 4. Aðalfundur Hrólfsskálamels ehf.
  Fundargerðin lögð fram.
 5. Fundargerð 389. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðin lögð fram.
 6. Fundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerð 319. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 8. Tillögur og erindi:
  a)      Deiliskipulag Lambastaðamýri (Kolbeinsstaðamýri), forsendur og lýsing við gerð deiliskipulags.
  Lögð var fram lýsing á deiliskipulagi Lambastaðamýri (Kolbeinsstaðamýri) unnin af Ask arkitektum.
  Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt á almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 miðvikudaginn 29. maí kl. 17:30.
  Til máls tóku: ÁH
  Samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl. 17:06

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?