Fara í efni

Bæjarstjórn

25. september 2013

Miðvikudaginn 25. september 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 479. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Borin upp til samþykktar sérstaklega liður nr. 2 málsnúmer 2013010055.
    Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Stólpa ehf. í leigulóðaréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús og bílageymslu á leigulóð við Hrólfsskálamel 1-7 á Seltjarnarnesi.
    Samþykkt samhljóða.
    Fundargerðin sem er 13 tl. er að öðru leyti samþykkt samhljóða.
    Fundargerð 480. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Borin upp til samþykktar sérstaklega liður nr. 5 málsnúmer 2013010037.
    Samþykkt samhljóða
    Fundargerðin sem er 8 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: ÁH, SEJ,
  2. Fundargerð 1. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 1 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr: 2013080011
    Heiti máls: Nesbali 8, umsókn um svalalokun
    Málsaðili: Ágúst Fjeldsted
    Lýsing: Sótt er um svalalokun á 2. hæð hússins að Nesbala 8
    Afgreiðsla: Samþykkt með skilyrði um samþykki meðeigenda á lóð. Lokaúttekt.áskilin.
    Samþykkt samhljóða.
    Mál.nr: 2013060016
    Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis, hjúkrunarheimili
    Lýsing: Samþykkt bæjarstjórnar á Seltjarnarness á staðsetningu hjúkrunarheimilis á Vestursvæðinu.
    Afgreiðsla: Nefndin bendir á að brýnt er að hagsmunir nærliggjandi íbúa/hagsmunaaðila séu hafðir að leiðarljósi við nánari athugun á staðsetningu hjúkrunarheimilis og að kynning á þeim fari fram hið fyrsta..
    Samþykkt samhljóða
  3. Fundargerð 257. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  4. Fundargerð 367. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 114. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 381. fundar Félagsmálaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 333. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerð 323. fundar stjórnar Sorpu bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerð 1. Eigendafundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Fundargerðir 1. og 2. Eigendafundar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  11. Fundargerð 36. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  12. Fundargerð 808. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.
  13. Fundargerð 124. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  14. Tillögur og erindi:
    a) Málsnúmer 2013060013. Bréf SSH dags. 5. júní 2013 varðandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats.
    Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið Skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi nefndarinnar frá 23. júlí sl. fundi nr. 189, þar sem fram kemur:
    ,,Nefndin telur nauðsynlegt að benda á að taka þarf tillit til hagsmuna Seltjarnarnesbæjar vegna afréttarsvæðis Seltjarnarneshrepps hins forna. Einnig þarf að taka tillit til mats á afleiðingum breytinga skipulags á
    höfuðborgarsvæðinu sem rýrt geta gæði samgönguleiða að og frá Seltjarnarnesi um höfuðborgarsvæðið í daglegri umferð. Sömuleiðis þarf að taka tillit til mats á áhrifum nefndra skipulagsbreytinga á rýmingarleiðir í neyðartilvikum og minnt er á bókanir fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins þar um . Nefndin felur skipulagsstjóra að orða nánar ábendingar um fyrrgreind atriði í umsögn um verklýsinguna ásamt tilvísun í áður innsendar ábendingar og athugasemdir við skipulagsáform í Reykjavík og Kópavogi og umræður um þau á fyrri fundum nefndarinnar”.

    Lögð fram verkefnislýsing svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 sem unnin hefur verið á vegum svæðisskipulagsnefndar og svæðisskipulagsstjóra. Í lýsingu er gert grein fyrir hvaða áherslu svæðisskipulagsnefnd hefur við gerð svæðisskipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. Jafnframt er lýsing sameinuð gerð matslýsingar vegna samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfismati svæðisskipulagsgerðarinnar. Gert er ráð fyrir að nýtt svæðisskipulag liggi fyrir í lok næsta árs.

    Með vísan í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr.
    6.gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana samþykkir bæjarstjórn lýsinguna með þeim ábendingum sem fram koma hér að ofan.
    Til mál tóku: ÁH.

    b) Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð fimleika á Seltjarnarnesi. 
    Bæjarstjórn vísar skýrslunni til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
    Til mál tóku: LBL, SSB, ÁE, BTÁ, GM, SEJ, ÁH

Fundi var slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?