Fara í efni

Bæjarstjórn

11. desember 2013

Miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 483. fundar Fjárhags- og launanefndar.
  Þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna tl. 6 samþykktur samhljóða
  Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 2. Fundargerð 259. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: SEJ

 3. Fundargerð 4. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 3 var borið upp til staðfestingar:
  Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.

  Varðandi val á sviðsmynd vegna svæðisskipulagsvinnu fyrir höfuðborgarsvæðið samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness að valin verði leið B sem felur í sér þá megin sýn að uppbygging (byggðaþróun) á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 verði einkum innan núverandi byggðamarka en þó gert ráð fyrir nokkurri uppbyggingu á óbrotnu landi sem fellur vel að núverandi byggðarmynstri. Þau hlutföll sem vísað er til í sviðsmynd B, 85% innan núverandi marka og 15% utan núverandi marka, eru til viðmiðunar og munu væntanlega breytast við frekari vinnslu og útfærslu hugmyndarinnar.

  Bæjarstjórn setur fyrirvara um fyrirhugaðar áætlanir um léttvagnakerfi en telur mikilvægt, verði leið B valin, að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar breytingar á almenningssamgöngukerfinu og fjármunum auk þess varið í framkvæmdir á stofnvegakerfinu til þess að liðka fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir að aukist frá því sem nú er. Í því sambandi bendir bæjarstjórn Seltjarnarness á samkomulag sem Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær undirrituðu 12. nóvember 2013 sem felur í sér greiðar samgöngur um vesturhluta borgarinnar. Bæjarstjórn kallar einnig eftir því að samgönguás, sem tillagan gerir ráð fyrir að verði byggður upp, nái vestar en að mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness.

  Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetu- og atvinnusvæði og íbúar þess nýta sameiginlega útivistarsvæði, auðlindir og náttúru þess og gott samstarf er á ýmsum sviðum þjónustu. Það er því mikilvægt að gott samstarf sé um framtíðar byggðaþróun þar sem sett er fram sameiginleg meginstefna sem leitt getur til aukinnar hagkvæmni, betri samgangna og sjálfbærni.

 4. Fundargerð 245. fundar Umhverfisnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku:

 5. Fundargerð 334. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 39. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerð 328. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð 395. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: ÁE, ÁH

 9. Tillögur og erindi:

 1. Hækkun á útsvarsálagningu vegna tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

  Á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember sl. var samþykkt með vísan til 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga að hafa álagningarhlutfall útsvars 13,66% á tekjur manna á árinu 2014.

  Samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu, dags. 26.11.2013 er í undirbúningi að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga um hækkun hámarksútsvars um 0,04%. Breytingin er lögð til í framhaldi af gerð viðauka við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá 23. nóvember 2010. Samhliða verður gerð breyting um sambærilega lækkun tekjuskatts.
  Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að komi til ofangreindrar lagabreytingar verði álagningarhlutfall útsvars ákveðið 13,70%.
  Í tilkynningu ráðuneytis kemur fram að veittur er frestur til 30. desember nk. til að ákvarða og tilkynna álagningarhlutfall útsvars á árinu 2014.

  Samþykkt samhljóða.

  Til máls tóku: BTÁ, SEJ

 2. Erindisbréf fyrir bæjarráð Seltjarnarness, félagsmálanefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, jafnréttisnefnd, menningarnefnd, skipulags- og umferðarnefnd, skólanefnd og umhverfisnefnd Seltjarnarness lögð fram.

  Samþykkt samhljóða.

 3. Lögð var fram umsagnarbeiðni v/rekstrarleyfis Veislunnar-veitingahús ehf.

  Samþykkt samhljóða.

 4. Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, þann 31.12.2013.

  Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfinu.

  Samþykkt samhljóða.

 5. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2014.

  Bæjarstjórnarfundir á árinu 2014 verða á eftirfarandi dögum:

  22. janúar, 12. og 26. febrúar, 12. og 26. mars, 9. og 30. apríl, 14. og 28. maí, 11. og 25. júní, 9. júlí, 20. ágúst, 10. og 24. september, 8. og 22. október, 12. og 26. nóvember og 10. desember.

Fundi var slitið kl. 17:21

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?