Fara í efni

Bæjarstjórn

10. september 2014

Miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Árni Einarsson (ÁE), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
1. varaforseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), setti fund og stjórnaði.

 1. Fundargerð 2. fundar Bæjarráðs.

  Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða, og vísaði meðfylgjandi bókun til bæjarráðs.

  Bókun:

  Bókun vegna Málsnúmers 2013020064 í fundargerð Bæjarráðs
  Hjúkrunarheimili við Safnatröð

  Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Neslista fagna því að undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi sé loks hafinn að nýju. Ljóst er að verkefnið er stórt og skiptir gríðarlega miklu máli að vel sé haldið utan um það og tryggð sé aðkoma allra hlutaðeigandi að verkefninu.

  Við leggjum sérstaka áherslu á að skipulags- og umferðarnefnd fái málið hið fyrsta til umfjöllunar, enda lýtur það beint að starfsviði nefndarinnar, s.s. hvað varðar útfærslu, staðsetningu, aðkomu og heildarsýn svæðisins.

  Einnig teljum við brýnt að verkefnið komi til kasta fjölskyldunefndar sem málefni aldraðra heyra undir. Skilgreina þarf vel fyrirhugaða þjónustu hjúkrunarheimilisins, skipulag og innra starf en ekki síst tengsl og samþættingu við aðra þjónustu sem bærinn veitir eldra fólki.

  Við leggjum einnig áherslu á að fagfólk úr stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila komi strax að undirbúningnum og fulltrúar eldri borgara á Seltjarnarnesi séu hafðir með í ráðum.

  Vanda verður til kostnaðaráætlana bæði hvað varðar byggingu heimilisins og rekstur þess.

  Við teljum eðlilegt í ljósi umfangs og mikilvægis verkefnisins, sem bygging nýs hjúkrunarheimilis er, að starfshópur úr röðum ofangreindra aðila verði endurvakinn, bæjarstjórn til halds og trausts.

  Virðingarfyllst

  Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
  Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista

  Til máls tóku: GAS, ÁE, ÁH, MLÓ, BTÁ

 2. Fundargerð 386. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 3. Fundargerð 375. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerð 250. fundar Umhverfisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH

 5. Fundargerð 117. fundar Menningarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerðir 49. og 50. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 7. Fundargerð 340. fundar Sorpu bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð 135. fundar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 9. Fundargerðir 197., 198. og 199. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi var slitið kl. 17:18

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?