Fara í efni

Bæjarstjórn

15. desember 2014

Mánudaginn 15.desember 2014 kl. 16:30 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 8. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 9 tl. er samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerð 16. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Málsnúmer 2013120072 Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfskálavör og Steinavör.
    Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sbr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Auglýsa þarf lýsingu með áberandi hætti, lýsing þarf að vera til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, gefa þarf kost á að koma með ábendingar til skipulagsnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.

    Bókun Samfylkingar:
    Við teljum að bíða eigi með þessa samþykkt, þar til lokið er við aðalskipulag.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS

    Fundargerð 17. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Fundargerðinlögð fram.

  3. Fundargerð 119. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 388. fundar Fjölskyldunefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir 3. tl. fundargerðar 388, breytingar á gjaldskrám.

    Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum og 3 sátu hjá, nýja gjaldskrá sem taka gildi frá 1. janúar 2015.

    Bæjarstjórn samþykkir 4. tl. fundargerðar 388, tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

    Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá, tillögu félagsmálastjóra um breyttar reglur um fjárhagsaðstoð sem taka gildi frá 1. janúar 2015.

    Bókun Samfylkingar:

    Undirrituð geta ekki samþykkt þær viðmiðunarfjárhæðir sem lagðar eru fram varðandi fjárhagsaðstoð og teljum við ekki nógu langt gengið í þessum hækkunum. Við styðjum tillögur fulltrúa Neslista og Samfylkingar að viðmiðunarfjárhæð verði kr. 169.199,-

    Guðmundur Ari Sigurjónsson, Samfylking

    Margrét Lind Ólafsdóttir, Samfylking

    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH

  5. Fundargerð 252. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 29. fundar Almannavarnanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerðir 406., 407., 408. og 409. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  8. Fundargerðir 51., 52. og 53. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  9. Tillögur og erindi:

    1. Lagt var fram Deiliskipulag Bollagarða / Hofgarða.

      Málsnúmer 2013060023 Deiliskipulag Bollagarða / Hofgarða.

      Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sbr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Auglýsa þarf lýsingu með áberandi hætti, lýsing þarf að vera til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, gefa þarf kost á að koma með ábendingar til skipulagsnefndar.

      Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu með 5 atkvæðum og tveir sátu hjá.

    2. Lögð var fram yfirlýsing, dags. 24. nóvember 2014 varðandi sölu flugelda yfir tímabilið 1. desember 2014 til 10. janúar 2015.
      Samþykkt samhljóða

    3. Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi þann 31/12 2014.
      Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfinu.
      Samþykkt samhljóða.

    4. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2015.
      Bæjarstjórnarfundir á árinu 2015 verða á eftirfarandi dögum:
      21. jan., 11. og 25. febr., 11. og 25. mars, 15. og 29. apríl, 13. og 27. maí, 10. og 24. júní, 15. júlí, 19. ágúst, 9. og 23. sept., 14. og 28. okt., 11. og 25. nóv. og 16. des.
      Samþykkt samhljóða

    5. Lögð var fram tillaga frá Árna Einarssyni, um íbúaþing um málefni eldra fólks.

      Árni Einarsson
      Tillaga á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 15. desember 2014

      Íbúaþing um málefni eldra fólks
      Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela fjölskyldunefnd að standa að íbúaþingi um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi ekki síðar en í lok febrúar 2015. Á þinginu verði m.a. leitað eftir tillögum og hugmyndum um hlutverk og þjónustu bæjarins við þennan aldurshóp og sett á laggirnar sérstakt ,,öldungaráð“ sem verði ráðgefandi vettvangur gagnvart bæjarstjórn um málefni eldri borgara.

      Greinargerð
      Eldri borgarar eru dýrmætir samfélagsþegnar sem búa að mikill þekkingu og lífsreynslu og geta gefið samfélaginu áfram mikið þótt þeir séu horfnir af hinum formlega atvinnuvettvangi. Við þurfum að tryggja virkan vettvang og farveg svo samfélagið fái sem best notið þess auðs sem þeir búa yfir og jafnframt tryggja að rödd þeirra heyrist og þeir geti haft áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir sem varða líf þeirra og velferð. Virk þátttaka eldra fólks í samfélaginu eykur lífsgæði þeirra sjálfra og gefur samfélaginu mikið.

      Öldrun fylgja ýmsar breytingar og ný verkefni en sýn samfélagsins í garð eldra fólks má ekki einskorðast við vanheilsu og stofnanavæðingu. Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Þeir hafa ólík áhugamál, skoðanir og þarfir eins og aðrir aldurshópar. Það er mikilvægt að þjónusta sveitarfélagsins taki mið af því og hlúi sem best að heilsu, virkni og mannlegum samskiptum þeirra með fjölbreytni og valkosti að leiðarljósi.

      Meðalaldur íbúa á Íslandi mun hækka mikið á komandi árum eins og öðrum vestrænum ríkjum vegna dvínandi fæðingartíðni og auknum lífslíkum fólks. Þjónusta við eldri borgara mun í auknum mæli flytjast á hendur sveitarfélaga í nánustu framtíð. Taka verður mið af þessu við uppbyggingu og skipulag til framtíðar.

      Eldra fólk er hlutfallslega stór hópur á Seltjarnarnesi. Við Seltirningar þurfum að tryggja að raddir þeirra heyrist og skapa þeim farveg. Framundan er m.a. bygging hjúkrunarheimilis sem gefur tækifæri til þess að horfa til framtíðar og meta og endurmeta þjónustu Seltjarnarnesbæjar við eldri borgara.
      Til máls tóku: ÁE, ÁH, GM

      Bæjarstjórn vísar tillögunni til fjölskyldunefndar.

    6. Lögð var fram tillaga frá Árna Einarssyni, um kynbundinn launamun.

      Árni Einarsson
      Tillaga á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 15. desember 2014

      Kynbundinn launamunur
      Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela jafnréttisnefnd að standa fyrir faglegri úttekt á því hvort óútskýrður launamunur er til staðar í rekstri bæjarins, hvort heldur bæjarskrifstofu eða undirstofnunum. Komi slíkur munur í ljós verður gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að uppræta hann þannig að í lok árs liggi fyrir með skýrum hætti að körlum og konum í störfum hjá Seltjarnarnesbæ séu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.
      Greinargerð:
      Markmið tillögunnar er að fá fram með eins skýrum hætti og hægt er hvort til staðar sé óútskýrður kynbundinn launamunur í starfsemi Seltjarnarnesbæjar og bæta úr sé þess þörf. Með því er 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári minnst með áþreifanlegum og varanlegum hætti af hálfu Seltjarnarnesbæjar.
      Þrátt fyrir áratuga langa baráttu er kynbundinn launamunur enn til staðar á Íslandi og með öllu óásættanlegur. Hann er ekki náttúrulögmál heldur arfleifð gamallar þjóðfélagskipunar og löngu tímabært að hann heyri sögunni til.

      Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH, SEJ, GM
      Bæjarstjórn vísar tillögunni til jafnréttisnefndar.

    7. Lagt var fram bréf frá Guðmundi Magnússyni, forseta bæjarstjórnar um lausn frá störfum.
      Samþykkt samhljóða

      Seltjarnarnesi 11. desember 2014.
      Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
      Efni: Lausn frá störfum.
      Undirritaður óskar eftir lausn úr sveitarstjórn samkvæmt 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem ég er flyt úr bæjarfélaginu og missi kjörgengi samkvæmt hefðbundnum reglum.

      Undirritaður skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegnir eftirfarandi ábyrgðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
      forseti bæjarstjórnar
      formaður bæjarráðs
      aðalmaður Almannavarnanefnd
      aðalmaður Bláfjallanefnd
      aðalmaður landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga
      aðalmaður fulltrúaráð Sorpu bs
      varamaður í stjórn Sorpu bs.

      Virðingarfyllst,
      Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar (sign).

      Bæjarstjóri lagði til eftirfarandi breytingar:
      Nefnd                                 Aðalmaður                             Varamaður
      Almannavarnarnefnd       Sigrún Edda Jónsdóttir         Bjarni Torfi Álfþórsson
      Bláfjallanefnd                    Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Edda Jónsdóttir
      Bæjarráð                            Sigrún Edda Jónsdóttir          Magnús Örn Guðmundsson
                                                                                                       Ásgerður Halldórsdóttir
      S.Í.S fulltrúa á landsþing Bjarni Torfi Álfþórsson            Magnús Örn Guðmundsson
      Sorpa fulltrúaráð               Sigrún Edda Jónsdóttir          Magnús Örn Guðmundsson
      Sorpa stjórn                       Sigrún Edda Jónsdóttir
      Forseti Bæjarstjórnar       Bjarni Torfi Álfþórsson            Sigrún Edda Jónsdóttir
                                                                                                       Magnús Örn Guðmundsson
      Borið upp til samþykktar
      Samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sátu hjá.

      Bæjarstjóri bað um orðið.
      Ágæti forseti bæjarstjórnar, þar sem þú lætur nú af störfum vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar þakka þér fyrir samstarfið s.l. fimm ár í bæjarstjórn. Samstarfið hefur verið ánægjulegt og þú hefur sett þitt mark á stefnumótun bæjarstjórnar. Á þessu tímabili höfum við sem hópur tekist á við mörg krefjandi verkefni, framtíðin er björt hjá bæjarfélaginu, bæjarfélagið stendur vel og átt þú þinn þátt í því. Ég vil óska þér fyrir hönd okkar allra velfarnaðar í þeim verkefnum sem þú átt eftir að taka þér fyrir hendur í framtíðinni.
      Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Margrét Lind Ólafsdóttir (sign), Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign), Árni Einarsson (sign
      Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH, SEJ, BTÁ, GM

Fundi var slitið kl. 17:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?