Fara í efni

Bæjarstjórn

21. janúar 2015

Miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Katrín Pálsdóttir (KP), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 18. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð 19. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 19 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi lið í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar:

    Mál.nr.
    201350030 Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri
    Lýsing: Lögbundin umsögn Skipulagsstofnunar eftir yfirferð í samræmi við 42. gr skipulagslaga 123/2010, lögð fram ásamt drögum að svarbréfi til samþykktar.
    Afgreiðsla: Samþykkt að vísa breyttum skipulagsgögnum og svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags 8.1.2015 til bæjarstjórnar til ákvörðunar um bitingu í Stjórnartíðindum.

    Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    Setja þarf skýrari skilmála um t.d. sólstofur og minniháttar framkvæmdir sbr. ábendingu Skipulagsstofnunar.
    Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.
    Bæjarstjórn samþykkir að samþykkt leiðrétt tillaga ásamt bréfi skipulagsfulltrúa skulu send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. skv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og síðan send til birtingar í stjórnartíðindum skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.

    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
    Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160
    Samþykktir byggingarfulltrúa 9.9.2014
    2014090042 Suðurmýri 58, samþykkt áform frá 2006 endurnýjuð, samþykkt um klæðningu frá 2008 felld úr gildi. Samþykktir byggingarfulltrúa 9.12.2014
    2014090045 Unnarbraut 20, samþykkt áform um viðbyggingu sólstofu.
    2014120019 Lambastaðabraut 1, samþykkt afmörkun sérafnotaflata á lóð. 
    Samþykktir byggingarfulltrúa 18.12.2014
    2014110010 Sæbraut 9, samþykkt áform um þakbreytingu.
    2013120021 Melabraut 33, samþykktar reyndarteikningar eftir úttekt lokafrágangs.
    2014070038 Barðaströnd 49, samþykkt áðurgerð breyting á húsi.
    2014080015 Vallarbraut 19, samþykkt áform um slétta stálklæðningu.
    2014110011 Suðurströnd 12, samþykktar breytingar brunavarna á teikningum.
    Samþykktir byggingarfulltrúa 22.12.2014
    2014120076 Víkurströnd 9, samþykktar reyndarteikningar eftir úttekt frágangs
    Samþykktir byggingarfulltrúa 9.1.2015
    2014110019 Hrólfsskálamelur 1-5, samþykkt áform, nýtt fjölbýlishúss 34 íb (var 1-7)
    Samþykktir byggingarfulltrúa 12.1.2015
    2014100059 Eiðistorg 11, samþykkt áform um kjúklingasteikhús í verslun á 1.hæð.
    Bæjarstjórn samþykkir þessa samhljóða
    Fundargerðin lögð fram.
  2. Fundargerð 378. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 253. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE

  4. Fundargerð 120. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerðir 340. og 341. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  6. Fundargerðir 14. og 15. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. Fundargerð 30. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, BTÁ, SE, GAS

  8. Fundargerð 206. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerðir 344. og 345. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  10. Fundargerð 142. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl. 17:11

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?