Fara í efni

Bæjarstjórn

12. febrúar 2015

Miðvikudaginn 11. febrúar 2015 kl. 17:20 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 20. fundar Skipulags- og umferðarnefndar, ásamt bréfi dags. 08/01/15 v/umsögn um athugasemdir vegna grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis varðandi Melabraut 19, bréfi dags. 11/06/14 v/grenndarkynningur, breyting á deiliskipulagi v/Melabrautar 19 og bréfi dags. 19/06/14 v/breytinga á deiliskipulagi, Melabraut 19.

    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi lið í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar:

    Mál.nr. 2014040008 Deiliskipulag Bakkahverfis, breyting vegna Melabrautar 19

    Lýsing: Breyttur uppdráttur eftir frestun á síðasta fundi: Breyting á deiliskipulagi þar sem verslun á 1. hæð Melabraut 19 er breytt í 4 íbúðir. Eftir grenndarkynningu komu tvær athugasemdir og var önnur frá eiganda íbúðar í húsinu. Í desember 2014 var sú athugasemd dregin til baka. Drög að svari við athugasemd lögð fram til undirbúnings ákvörðunar um samþykkt Bæjarstjórnar og sendingu til Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123/2010 og birtingar í Stjórnartíðindum.

    Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu samhljóða.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, BTÁ

  2. Fundargerð 266. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 389. fundar Fjölskyldunefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir áheyrnafulltrúa í Fjölskyldunefnd og Jafnréttisnefnd

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, ÁH, BTÁ, MLÓ

  4. Fundargerð 28. fundar Jafnréttisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 16. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 342. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 143. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir 207., 208., 209. og 210. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: ÁE, SEJ, MLÓ

  9. Fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerðir 345. og 346. fundar SORPU bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi var slitið kl. 17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?