Fara í efni

Bæjarstjórn

25. febrúar 2015

Miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Eva Margrét Kristinsdóttir, (EMK) og Hildigunnar Gunnarsdóttir (HG).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 9. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir, 6. tl. fundargerðar 9, viðauka 1 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 2.000.000. vegna unglingadeildar við bókasafn Seltjarnarness. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Viðauki 1 við 6.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
  2. Fundargerð 379. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, HG, BTÁ

  3. Fundargerð 121. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, SEJ

  4. Fundargerð 254. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 114. fundar Veitustofnunar.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 31. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerðir 211. og 212. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: GAS, SEJ

  8. Fundargerð 54. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Tillögur og erindi:

    1. Lagt fram deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, lýsing.
      Málsnúmer 2014110033 Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.

      Lögð var fram lýsing á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða unnin af Landmótun og Argos arkitektum.

      Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt á almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40.gr. skipulagslaga 123/2010, þriðjudaginn 3. Mars, kl. 20:00.
      Bæjarstjórn samþykkir þessa tillögu með 4 atkvæðum og þrír sátu hjá.
      Til máls tóku: GAS, ÁH, HG, BTÁ

      Bókun minnihluta:
      Tillaga að skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði- Dagsett 20. febr. 2015.
      Athugasemdir minnihluta skipulags-og umferðarnefndar (25/02/2015) Það gerist enn og aftur að skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness er ekki höfð með í ráðum þegar kemur að því að vinna nýjar tillögur að skipulagsáætlunum. Nú vegna skipulagslýsingar fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði. Því vill minnihlutinn í skipulags- og umferðarnefnd, þ.e.fulltrúar Samfylkingar og Neslista bera fram eftirfarandi athugasemdir varðandi tillögu að þessari skipulagslýsingu.

      1. Afmörkun skipulagssvæðisins
      Afmörkun skipulagssvæðisins er óeðlileg. Eðlilegra er að afmarka svæðið, t.d. við götur/byggð. Skv. skipulagslögum "skal jafnan miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu". Ef skipulagssvæðið er afmarkað á þann hátt sem tillagan gerir ráð fyrir, þá er svæði meðfram Norðurströndinni austan Plútóbrekku/Suðurstrandar skilið eftir, en það svæði er sambærilegt svæði og lagt er til að verði deiliskipulagt vestan megin P/S og er skilgreint skv. gildandi aðalskipulagi sem opið svæði til sérstakra nota. Einnig má benda á misræmi milli texta og korts varðandi afmörkun skipulagssvæðis. Ekkert er minnst á þjónustusvæði ofan Kirkjubrautar sem er innan tillögu að afmörkun skipulagssvæðisins.

      2. Markmiðskafli
      Í tillögunni að skipulagslýsingu er markmiðskaflinn skilinn eftir opinn og reikna höfundar samkvæmt texta sínum með tillögum fagnefnda bæjarins að honum, sem ekki hefur verið gert.

      3. Nýtt aðalskipulag
      Tengsl tillögunnar við vinnu og hugmyndir við gerð nýs aðalskipulags hefur ekki verið yfirfarin og virðist geta þrengt að möguleikum þess í nokkrum atriðum.

      4. Ýmsar lagfæringar Kaflar 2.3 og 2.4 í fyrirliggjandi tillögu virka illa tengdir skipulagssvæðinu og væri önnur framsetning markvissari. Misskilningur er að formleg beiðni um friðlýsingu útsýnisstaðar á Valhúsahæð hafi borist Umhverfisstofnun. Friðunarferli er því ekki í gangi.
      Ákvæði um minjavernd og friðlýsingu þeirra er ónákvæm og ófullnægjandi. Hinn forni þvergarður ætti t.d. að hafa mun meiri áherslu. Ýmis afmarkaðri atriði þyrfti að lagfæra. Yfirlestri er ábótavant.

      5. Niðurstaða
      Telja verður óráðlegt að afgreiða tillögu að skipulagslýsingu Valhúsahæðar með þeim hætti sem nú stefnir í. Það getur kallað á ferli leiðréttinga fyrir atbeina umsagnaraðila og reyndar erfiðleika við frekari útfærslu á deiliskipulaginu sjálfu.
      Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Hildigunnar Gunnardóttir.

      Bókun meirihlutans:
      Ferlið við gerð lýsingar er sakvæmt lögum nr. 123/2010 sbr. 40.gr. gerð deiliskipulags, kynning og samráð.
      Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafði við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúm og öðrum hagsmunaaðilum.

      Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson.

    2. Fundargerð sameiginlegs eigendafundar eigenda og stjórnar Strætó lögð fram ásamt minnispunktum frá fundum neyðarstjórnar, dags. 05/02/15, 06/02/15, 09/02/15, 10/02/15, 12/02/15 og 16/02/15.
      Fundargerðirnar lagðar fram.
      Til máls tóku: SEJ, MÖG

    3. Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis varðandi samþykkt nýrrar gjaldskrár, dags. 19.12.204.
      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um nýja gjaldskrá fyrir slökkviliðið.

    4. Bæjarstjóri óskaði eftir að bæjarstjórn myndi staðfesta kosningu formanns bæjarráðs.
      Samkvæmt samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar nr. 831/2013, sbr. 36. gr. um kosningu bæjarráðs segir:
      ,,Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa þrjá bæjar­fulltrúa og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs.
      Bæjarstjórn kýs formann og varaformann bæjarráðs úr hópi kjörinna bæjarráðsmanna."

      Á fundi bæjarstjórnar 15. desember 2014 láðist að staðfesta sérstaklega formann bæjarráðs.

      Bæjarstjóri leggur því til að Sigrún Edda Jónsdóttir verði kjörin formaður bæjarráðs.
      Borið upp til samþykktar.
      Samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sátu hjá.

Fundi var slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?