Fara í efni

Bæjarstjórn

09. september 2015

Miðvikudaginn 9. september  2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir  setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 15. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 15 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: MLÓ
    Bókun vegna liðar 13 málsnúmer 2015080517
    Undirrituð samþykkti  tilboð á sölu íbúðar að Austurströnd 6 í bæjarráði með þeim fyrirvara að söluverð íbúðarinnar fari í kaup á annarri félagslegri íbúð.
    Virðingarfyllst
    Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

    Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Neslista leggja  fram eftirfarandi fyrirspurn:
    Félagslegt leiguhúsnæði:
    1) Hvað er langur biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði á Seltjarnarnesi.
    2) Hvað hafa margar félagslegar íbúðir verið seldar á undanförnum þremur árum fram til dagsins í dag og hvernig hefur söluferlinu verið háttað?
    3) Hvað hafa margar félagslegar íbúðir verið keyptar á undanförnum þremur árum fram til dagsins í dag.
    4) Hvenær úthlutaði Seltjarnarnesbær síðast félagslegri íbúð?
    5) Í reglum um úthlutun á félagslegum leiguíbúðum bæjarsjóðs er litið á leigu í félagslegum íbúðum sem tímabundna úrlausn. Er því skilyrði fylgt eftir?“
    6) Hvernig er viðhaldsþörf félagslegra íbúða háttað?
    Margrét Lind Ólafsdóttir
    Guðmundur Ari Sigurjónsson
    Árni Einarsson
    Samþykkt að vísa þessari fyrirspurn til bæjarráðs
  2. Fundargerðir 31. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 31 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr.
    2013060023
    Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða.
    Lýsing:  Bréfi frá 23. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.
    Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkt afgreiðsla deiliskipulags, Bollagarða og Hofgarða. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslögin mæla fyrir um. Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og einn situr hjá að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

    Mál.nr.
    2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
    Lýsing:  Bréfi frá 23. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.
    Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkt afgreiðsla deiliskipulags, Strandir. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslögin mæla fyrir um. Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkæðum og einn situr hjá að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

    Mál.nr.
    2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing: Bréfi frá 22. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar ásamt umsögnum Minjastofnunar og Siglingasviðs Vega-gerðar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.
    Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkt afgreiðsla deiliskipulags, Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslögin mæla fyrir um. Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og einn situr hjá að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

    Til máls tóku: MLÓ, ÁH
  3. Fundargerð stjórnar félagsheimilis Seltjarnarness.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, ÁH
  4. Fundargerð 10. eigendafundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 6. eigendafundar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Tillögur og erindi:
    Fyrir liggur tillaga frá fulltrúa Neslistans, en bæjarstjórn hefur borist erindi frá Velferðarráðuneytingu þar sem óskað er eftir að þau sveitarfélög sem áhuga hafa á að taka á móti flóttafólki hafi samband við starfsmann flóttamannanefndar fyrir 10. September sem er á morgun.
    Tillaga Neslistans er vel orðuð og í þeim anda sem meirihlutinn er sammála um.
    a)      Tillaga frá Neslista um aðstoð við að taka á móti flóttafólki lögð fram.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness:
    Samþykkir að leggja fram aðstoð við að taka á móti flóttafólki sem nú dvelur m.a. í flóttamannabúðum í ýmsum löndum Evrópu eftir að hafa flúið stríðsátök og hörmungar í löndum sínum, ekki síst Sýrlandi, og felur bæjarstjóra að tilkynna velferðarráðuneytingu þennan vilja sinn.

    Bæjarstjórn felur bæjarráði að leggja mat á möguleika og úrræði bæjarins í þessu skyni, ásamt því að móta tillögur um hvernig best sé að virkja og samhæfa mögulega vilja og áhuga bæjarbúa til þess að leggja málinu lið og leggja fyrir bæjarstjórn ekki síðar en um miðjan október næstkomandi.
    Samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku: ÁE, ÁH

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundi var slitið kl. 17:24

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?