Fara í efni

Bæjarstjórn

11. nóvember 2015

Miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

 1. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2016-2019.

  Drög að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2016-2019 eru send til bæjarstjórnar frá Bæjarráði sem fjallaði um drögin á 19. fundi sínum þann 5. nóvember sl.

  Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2016-2019 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi bæjarráðs. Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.

  Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ, GAS, BTÁ, SEJ

  Samþykkt samhljóða að fresta fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2016-2019 til næsta fundar þann 25. nóvember nk.

 2. Fundargerð 19. fundar Bæjarráðs.

  Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir, 8. tl. fundargerðar 19, viðauka 4 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 4.700.000. vegna sérbyggingar við Leikskóla Seltjarnarness. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mæta með tilfærslu milli liða í fjáhagsáætlun, í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2015.

  Til máls tóku: ÁH, ÁE
  Viðauki 4 við 8.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.

 3. Fundargerð 270. fundar Skólanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: ÁE, ÁH, SEJ
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa lið 6 í fundargerð til bæjarráðs.

 4. Fundargerð 385. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: ÁE, ÁH, GAS

 5. Fundargerð 117. fundar Veitustofnana.

  Fundargerðin lögð fram.

  Staðfesta þarf lið nr. 1 í fundargerð:

  Fráveitugjald
  Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnes­kaupstaðar. Fráveitugjaldið er óbreytt frá 2015 eða 0,14% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

  Vatnsgjald
  Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er óbreytt 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

  Heitt vatn
  Eftirfarandi gjaldskrábreyting lögð fram og tekur gildi 1. desember 2015:
  3.gr. Gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir og tekur gildi 1. desember 2015.

  Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur  Grunnur 
  Einingaverð Sala í þéttbýli, húshitun   79,00 1,58 kr./m³
  Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur  Grunnur 
  Einingaverð Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu   79,00 1,58 kr./m³
  Einingaverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 79,00 1,58
  Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur  Grunnur 
  Fast verð   A: 15 mm og stærri  20,00 0,40 kr./dag

   Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli.
  Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.
  5. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
  Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð kr. 196.875,00
  Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ kr. 237 pr. m³.
  Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ kr. 159 pr. m³.
  1 rennslismælir á grind kr. 62.810,00.
  Gjaldskrárbreytingar, frá-, vatns- og hitaveitu bornar upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða
 6. Fundargerð 260. fundar stjórnar Umhverfisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerð 20. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram, ásamt gjaldskrá og ársreikningi fyrir árið 2014.

  Bæjarstjórn samþykkir lið 4 í fundargerð 20. Fjárhagsáætlun fyrir heilbrigðiseftirlit fyrir árið 2016

 8. Fundargerð 347. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

  Fundargerðin lögð fram.

 9. Fundargerðir 422. og 423. fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 10. Fundargerð 831. fundar stjórnar Samb. Ísl. Sveitarfél.

  Fundargerðin lögð fram.

 11. Fundargerð 227. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl: 17:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?