Fara í efni

Bæjarstjórn

603. fundur 06. október 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Ingimar Sigurðsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Lagt var fram bréf frá deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem fram kemur að í endurskoðaðri fjárhagsáætun sem samþykkt var í 1. lið fundargerðar 602. fundar bæjarstjórnar, var samlagningavilla í prósentutölum málaflokka í rekstri aðalsjóðs. Niðurstaða rekstrargjalda aðalsjóðs sem hlutfall af skatttekjum eru því 84.476% en ekki 91.72%.

Samþykkt að leiðrétta þetta atriði í áður samþykktri fjárhagsáætlun.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.           Lögð var fram fundargerð 49. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett  30. september 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Liður 3 í fundargerðinni var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 302. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 23. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 45. fundar stjórnar Strætó bs. dagsett 17. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 272. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) dagsett 20. september 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis dagsett 21. september 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dagsett 22. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 3. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins dagsett 124. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 21. september 2004, með boðun á XVIII. Landsþing samtakanna sem halda á 26. nóvember n.k.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

 

Fundi var slitið kl. 17:07  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?