Fara í efni

Bæjarstjórn

20. janúar 2016

Miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

Forseti bar upp við bæjarfulltrúa ósk frá fulltrúum Neslistans og Samfylkingar að fá að taka inn viðbót við lið „Tillögur og erindi“, 13 a. breytingar á nefndarfulltrúum.  

Samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerð 34. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 34 voru borin upp til staðfestingar:
  1. Mál.nr. 2013060016
  Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis á Seltjarnarnesi.
  Lýsing:  Tillaga að deiliskipulagi Vestursvæðis lögð fram og kynnt, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt frá Hornsteinum mæta til fundar.
  Afgreiðsla:  Deiliskipulagstillaga afgreidd frá Skipulags- og umferðarnefnd til bæjarstjórnar að fengnum smá breytingartillögum frá ráðgjafa. Skipulagsráðgjafi mun endurskoða í greinargerð skilgreiningu hverfisverndar og skoða möguleg ákvæði um sorpmóttöku neðanjarðar..

  Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sbr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Auglýsa þarf lýsingu með áberandi hætti, lýsing þarf að vera til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, gefa þarf kost á að koma með ábendingar til skipulagsnefndar.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 4 atkvæðum, 1 sat hjá, 2 á móti.

  Bókun Samfylkingar vegna deiluskipulags fyrir Vestursvæðin
  Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga geta ekki samþykkt þessa tillögu um deiluskipulag á Vestursvæðunum þar sem lagt er til að byggja áhaldahús fyrir framan þá sjónlínu sem dregin er út frá húsnæði Lækningaminjasafnsins. Ítarlegur rökstuðningur þyrfti að liggja að baki slíkri ákvörðun ásamt greiningu á þeim áhrifum sem slíkt húsnæði myndi hafa á umhverfið og aðra starfsemi í nágrenninu.
  Umhverfisnefnd bæjarins skilaði á síðasta ári umsögn um byggingu áhaldahúss í Suðurnesi sem skipulagsnefnd hefur ekki enn brugðist við. Nefnd sem vinnur að stefnumótun fyrir Seltjarnarnes í ferðamálum fundar þessar vikurnar en þar er þetta svæði sem nú er merkt undir áhaldahús lykilsvæði þegar kemur að ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
  Bygging áhaldshúss á þessum stað þrengir verulega að framtíðarmöguleikum bæjarins þegar kemur að húsnæði Lækningaminjasafnsins sem mun alltaf vera í samspili við útsýni og náttúruumhverfið á þessu svæði.
  Að lokum viljum við vitna í stefnuskrá Sjálfsstæðismanna fyrir árin 2014-2018 að „Almenn samstaða er að verja vestursvæðin og viðhalda náttúrugæðum þar óspilltum.“
  Við biðlum til fulltrúa meirihlutans að rjúfa ekki þessa miklu samstöðu sem ríkir meðal bæjarbúa úr öllum flokkum.
  Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
  Margrét Lind Ólafsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  Bókun: Sjálfstæðismanna
  Núverandi lóð fyrir athafnarsvæði áhaldahúss var inni í eldra deiliskipulagi fyrir Vestursvæðið og því er ekki um áherslubreytingu að ræða. Bygging áhaldahúss hefur ekki verið ákveðin, en lóð undir slíka starfsemi haldið áfram inni í hinu nýja skipulagi. Bygging áhaldahúss verður ekki ákveðinn án ítarlegrar greiningar, auk þess sem vinna við nýtt aðalskipulag er enn í gangi.
  Bjarni T. Álfþórsson, Sigrún E. Jónsdóttir, Magnús Ö. Guðmundsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

  Fundargerð 35. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
  Fundargerðin lögð fram
  Málsnr. 2015040037 vísað til bæjarráðs.

  Fundargerð 36. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 36 voru borin upp til staðfestingar:
  2. Mál.nr. 2016010031
  Heiti máls: Mýrin deiliskipulag breyting umsókn v/Suðurmýrar 36-38 og Tjarnarmýri 17-19, í eina lóð, íbúðir verði 16.
  Málsaðili: Fag Bygg ehf.
  Lýsing:  Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem frestað var á 35. fundi. Á núverandi lóðum eru skilmálar um 4 íbúðir á fjórum lóðum og nýtingarhlutfall ofanjarðar 0,55 en verði 16 íbúðir á eini lóð Suðurmýri 38-38 og nýtingarhlutfall ofanjarðar 0,6, lóðir sameinaðar og byggingarreitum breytt.
  Afgreiðsla: Samþykkt að vísa deiliskipulagsbreytingu til bæjarstjórnar til staðfestingar og ákvörðunar um auglýsingu, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010 með 7 atkvæðum.
  Til máls tóku: GAS, BTÁ, MÖG, SEJ, ÁE,
 2. Fundargerð 397. fundar Fjölskyldunefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 3. Fundargerð hjá samráðshópi um áfengis- og vímuvarnir.
  Fundargerðin lögð fram.
  Til máls tóku: ÁE
 4. Fundargerð 21. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.
 5. Fundargerð 348. fundar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 6. Fundargerð 63. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerðir 232., 233. og 234. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 8. Fundargerðir 151. og 152. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 9. Fundargerðir 424. og 425. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 10. Fundargerð 357. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 11. Fundargerðir 833. og 834. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 12. Fundargerð 33. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.
 13. Tillögur og erindi:    
  a)            Nýr aðalfulltrúi Neslista í Umhverfisnefnd í stað Brynjúlfs Halldórssonar er Ragnhildur Ingólfsdóttir (kt. 260355-4069), Tjarnarstíg 20, Seltjarnarnesi.
  Til vara: Oddur Jónas Jónasson (kt. 080877-4399) Melabraut 2, Seltjarnarnesi.

  Nýr aðalfulltrúi Samfylkingar í Bæjarráð er Guðmundur Ari Sigurjónsson (kt. 120988-2479), Suðurmýri 6, Seltjarnarnesi.
  Til vara: Margrét  Lind Ólafsdóttir kt. 131067-5509 Hofgarðar 21,Seltjarnarnesi.

  Nýr aðalfulltrúi Samfylkingar í ÍTS er Margrét  Lind Ólafsdóttir
  kt. 131067-5509 Hofgarðar 21,Seltjarnarnesi.
  Til vara: Hrafnhildur Stefánsdóttir, kt. 141169-3949, Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi

  Nýr aðalfulltrúi Samfylkingar í Jafnréttisnefnd er Hrafnhildur Stefánsdóttir, kt. 141169-3949, Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi.
  Til vara: Laufey Gissurardóttir, kt: 020562-5019, Melabraut 30, Seltjarnarnesi

  Nýr varafulltrúi Samfylkingar í Heilbrigðisnefnd kjósasvæðisins er Hrafnhildur Stefánsdóttir, kt. 141169-3949, Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi.

  Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl: 17:56

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?