Fara í efni

Bæjarstjórn

25. maí 2016

Miðvikudaginn 25. maí 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 32. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 3 tl. er samþykkt samhljóða.
  2. Fundargerð 40. fundar Skipulags-og umferðanefndar, ásamt fylgigögnum.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðanefndar nr. 40 voru borin upp til staðfestingar:

    1 Mál.nr.
    20130600161
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
    Lýsing:  Að lokinni kynningu og fengnum athugasemdum og umsögnum eru lögð fram breytt gögn og tillögur að greinargerð með svarbréfum til aðila.
    Afgreiðsla:  Samþykkt með ýmsum breytingum vegna athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum samanber greinargerð frá Landslögum dags. 17. maí, 2016  og deiliskipulagsáætlun send bæjarstjórn til ákvörðunar um sendingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingu samkvæmt 41. grein Skipulagslaga.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 42.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um svör frá skipulags- og umferðanefnd vegna deiliskipulags Vestursvæðis. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa með  niðurstöðu sveitarstjórnar og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.

    Mál.nr.
    2016040138
    Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Vesturhverfi vegna Miðbrautar 28 um 4 íbúðir sem áður en breyttan byggingarreit og 10% aukið byggingamagn, lögð fram þar sem nýtingarhlutfall verði 0,55 í samræmi við bókun nefndar á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt
    2. málgrein 43. greinar Skipulagslaga.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    3. Mál.nr.
    2016010031
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Litla- og Stóra Áss.
    Málsaðili: Fag Bygg ehf.
    Lýsing: Að lokinni kynningu og fengnum athugasemdum eru lögð fram breytt gögn og tillögur að greinargerð með svarbréfum til aðila..
    Afgreiðsla: Samþykkt með ýmsum breytingum vegna athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum samanber greinargerð frá Landslögum dags.17. maí, 2016 og skipulagsáætlun send bæjarstjórn til ákvörðunar um sendingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingu í stjórnartíðinum samkvæmt 42. grein skipulagslaga.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 42.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um svör frá skipulags- og umferðanefnd vegna deiliskipulags Kolbeinsstaðamýris. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa með  niðurstöðu sveitarstjórnar og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.

    4. Mál.nr.
    2016050179
    Heiti máls: Melshúsatún breyting deiliskipulags húss á Hrólfsskálavör 2Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
    Málsaðili: Byggðarlag ehf Stúdíó Granda, Margrét Harðardóttir
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting samkvæmt uppdrætti þar sem nhl verði 0,67.
    Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 2. málgrein 43. greinar skipulagslaga með fyrirvara um leiðrétta uppdrætti þar sem byggingarreitur á austurhluta suðurhliðar nái 3 m frá húsi og á vesturhluta 5,75.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Bæjarstjórn vísar lið 4 í fundargerð aftur til umfjöllunar í nefndinni.
    Til máls tóku: ÁE, MÖG, SEJ, BTA, AH
  3. Fundargerð 275. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: MLÓ, SEJ, GAS, AH
  4. Fundargerð 391. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 131. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerðir 402. og 403. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
    Til máls tóku: MLÓ, ÁH, ÁE
  7. Fundargerð 265. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MLÓ, ÁE, BTA
  8. Fundargerð 6. fundar vinnuhóps um deiliskipulag miðbæjarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerð 24. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lög fram.
  10. Fundargerð 243. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, SEJ.
  11. Fundargerð 361. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  12. a)  Tilnefning í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
    Soffía Karlsdóttir tilnefnd sem fulltrúi.


Fundi var slitið kl.: 17:27

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?