Fara í efni

Bæjarstjórn

08. júní 2016

Miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 33. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir, 2. tl. fundargerðar 33, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 65.986.000. vegna framkvæmda við gerð hjólastígs meðfram Norðurströnd að Gróttu. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Viðauki 2 við 2.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir, 4. tl. fundargerðar 33, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 13.423.861. vegna breytingar sem hafa orðið á kjarasamningum frá gerð fjárhagsáætlunar.
    Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkti einnig tekjuauka að upphæð kr. 14.000.000,- vegna aukningar á útsvarstekjum. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2016.
    Viðauki 3 við 4.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
  2. Fundargerð 41. fundar Skipulags-og umferðanefndar, ásamt fylgigögnum.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 266. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Seltjarnarness.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, HG, BTÁ

  5. Fundargerð 7. fundar vinnuhóps um deiliskipulag.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 353. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MÖG

  7. Fundargerð 362. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 429. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerðir 244. og 245. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  10. Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl.: 17:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?