Fara í efni

Bæjarstjórn

22. júní 2016

Miðvikudaginn 22. júní 2016 kl. 18:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Magnús Dalberg (MD), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 34. fundar Bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerð 31. fundar Jafnréttisnefndar ásamt Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Jafnréttisáætlunin samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: ÁE, SEJ

  3. Fundargerð 120. fundar Veitustofnana Seltjarnarness.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 392. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, MÖG, KPJ

  5. Fundargerð 404. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 840. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerðir 66. og 67. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Tillögur og erindi:

  8. a) Orlof bæjarstjórnar. Bæjarstjóri leggur til að gefið verði frí í júlí fyrir sumarfrí bæjarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.

    b) Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

    Fyrir fundinum lá tillaga um kosningu á eftirtöldum aðilum í undirkjörstjórn vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

    Jónas Friðgeirsson, Barðaströnd 31

    Sjöfn Þórardóttir, Sævargörðum 11

    Gissur Ari Kristinsson, Melabraut 30

    Margrét Steinunn Bragadóttir, Vallarbraut 10

    Jón Guðmundsson, Látraströnd 12

    Elín Helga Guðmundsdóttir, Bollagörðum 26

    Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Eiðistorgi 5

    Arnaldur Bragi Jakobsson, Miðbraut 1

    Vilhjálmur Pétursson, Bollagörðum 26

    Guðný Björg Hjálmarsdóttir, Kolbeinsmýri 8

    Sólveig Klara Ragnarsdóttir, Grænamýri 7

    Lilja Dís Pálsdóttir, Lindarbraut 6

    Samþykkt samhljóða.

    c). Fyrir fundinum lá tillaga um afgreiðslu kjörskrár vegna forsetakosninga 25. júní nk.

    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

    Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 18:18

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?