Fara í efni

Bæjarstjórn

14. september 2016

Miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG).

 

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 35. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 13 tl. er samþykkt samhljóða.
    Fundargerð 36. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða. 
  2. Fundargerð 44. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr. 2016040139
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
    Málsaðili: Verkstjórn ehf
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýri 10 þar sem fjölgað er íbúðum í 5 og bílastæðum. Komin er breytt tillaga B með fjölgun íbúða í allt að 4.
    Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr.
    2016030088
    Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
    Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu, Komin  uppfærður uppdráttur.
    Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr.
    2016080153
    Heiti máls: Melbraut 28, stækkun anddyris.
    Málsaðili: Helga Sólveig Aðalsteinsdóttir
    Lýsing: Umsókn um stækkun anddyris um 3,8 m2 skv. teikningum.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    Mál.nr.
    20160080172
    Heiti máls:Selbraut 24, stækkun anddyris.
    Málsaðili: Þorvaldur Friðrik Hallsson
    Lýsing:  Umsókn um stækkun anddyris um 7,7 m2 skv. teikningum
    Afgreiðsla: Samþykkt að fengnu samþykki meðeigenda.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    Fundargerð 45. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð 46. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál.nr.
    2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2016-2034,
    Lýsing:  Aðalskipulagstillaga til umfjöllunar fyrir S&U.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til staðfestingar bæjarstjórnar, skv. 30. gr skipulagslaga. nr. 123/2010.

    Með tilvísan í afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar 30. ágúst 2016 og framlögð gögn, samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hér með Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar 2016-2034 með áorðnum breytingum ásamt ofangreindum umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir jafnframt að vísa hinu nýja aðalskipulagi Seltjarnarnes til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv.  30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 á móti og 1 situr hjá.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, BTÁ, MLÓ,
  3. Fundargerð 393. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  4. Fundargerðir 268. og 269. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  5. Fundargerð 405. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 6. fundar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi ásamt skýrslu nefndarinnar.
    Fundargerðin og skýrslan lögð fram. Bæjarstjórn vísar skýrslunni til nefnda bæjarains til umsagnar.
    Til máls tóku: MLÓ, ÁH, HG
  7. Fundargerð 354. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerðir 249. og 250. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  9. Fundargerð 365. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Fundargerðir 432. og 433. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  11. Fundargerð 68. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  12.  842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.


Fundi var slitið kl.: 17:16

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?