Fara í efni

Bæjarstjórn

28. september 2016

Miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Magnús Rúnar Dalberg (MRD),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

 

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.


  1. Fundargerð 37. fundar Bæjarráðs.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Bæjarráðs.

    Hjúkrunarheimili.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir eftirtöldum tilboðum er bárust:
    1.      LNS Saga efh.                          kr. 1.465.307.033.-
    2.      Íslenskir aðalverktakar hf       kr. 1.567.095.392.-
    3.      JÁ VERK ehf.                           kr. 1.489.714.000.-
    4.      Eykt ehf.                                    kr. 1.868.894.844.-
    5.      Hagtak hf.                                 kr. 1.647.250.000.-
    6.      Ístak hf.                                 kr. 1.588.999.957.-
    Kostnaðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir kr. 1.467.736.199.-.
    Fjármálastjóri upplýsti að tilboðin uppfylla innkaupareglur bæjarins. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs, að taka tilboði LNS Saga ehf. á kr. 1.465.307.033,- samhljóða.

    Fundargerðin sem er 12 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH,
  2. Fundargerð 47. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál.nr.
    2016050216
    Heiti máls: Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
    Málsaðili: Örn Óskarsson
    Lýsing:  Uppdrættir sýna götumynd lagðar fram og óskað er eftir að gólfkóti verði hækkaður úr 5,35m í 5,70m. Til vara í 5,55m
    Afgreiðsla: Samþykkt að þakhæð verði í kóta 9,10/10,00 m
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    Mál.nr.
    2016090119
    Heiti máls: Austurströnd 5 breyting innanhúss og gluggum.
    Málsaðili: Smáragarður ehf
    Lýsing: Umsókn um innanhúsbreytingar vegna væntanlegrar heildsölu. Gluggum bætt við á 1. hæð og vörudyr stækkaðar.
    Afgreiðsla: Samþykkt.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    Mál.nr.
    2015110060
    Heiti máls: A Skerjabraut 1 hætta vegna sorpsgerðis við horn.
    Málsaðili: (íbúar)
    Lýsing: Nýlega varð hjólreiðaslys á gatnamótunum Sjónlengd til hægri frá Skerjabraut er lítil.
    Afgreiðsla: Samþykkt að setja upp til bráðabirgða stöðvunarskyldu og umferðarspegil og byggingarfulltrúa falið að skoða aðrar lausnir.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.
    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 277. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  4. Fundargerð vinnufundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 132. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 3. fundar Öldungaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE
  7. Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerð 251. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerð 366. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Fundargerðir 155. og 156. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Tillögur og erindi:
  11. a.Bréf, dags. 07.09.2016 við beiðni bæjarráðs/bæjarstjórnar Seltjarnarness um rök og gögn umhverfisnefndar varðandi bókun hennar um hjólastíg um Vestursvæðið lagt fram
    Til máls tóku: ÁE,

Fundi var slitið kl.: 17:11

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?