Fara í efni

Bæjarstjórn

12. október 2016

Miðvikudaginn 12. október 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Forseti bæjarstjórnar bað bæjarfulltrúa að rísa úr sætum sínum og votta með því minningu

Katrínar Pálsdóttur varabæjarfulltrúa og formans menningarnefndar er lést laugardaginn 8. október eftir snarpa baráttu við krabbamein.

  1. Fundargerð 394. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar, dags. 07/10/16.

    Fundargerðin lögð fram.


  2. 48. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, dags. 05/10/16.

    Fundargerð lögð fram.


  3. Tillögur og erindi:

    1. Tillaga að forsögn/skipulagslýsingu varðandi deiliskipulag um nýjan miðbæ á Seltjarnarnesi lögð fram.

      Bæjarstjóri leggur til að tillaga að forsögn verði vísað til nefnda bæjarins til umsagnar áður en hún fer síðan til Skipulags- og umferðarnefndar. Óskað er eftir að umsögn nefnda berist bæjarstjórn fyrir 31.12.2016.

      Bæjarstjórn staðfestir að senda tillöguna til nefnda bæjarins til umsagnar.

      Til máls tóku:Áh, ÁE, SEJ, GAS, BTÁ.

    2. Viðbygging við einbýlishús að Sæbraut 1, sbr. fund nr. 46 í Skipulagsnefnd frá 30.ágúst sl.

      Mál.nr. 2016050267
      Heiti máls: Sæbraut 1 umsókn um viðbyggingu við einbýlishús.
      Málsaðili: Oliver Luckett
      Lýsing: Uppdrættir sýna áform byggingu lítið eitt útfyrir byggingareit.
      Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu. Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    3. Breyting deiliskipulags fyrir stækkun á byggingarreit og einbýlishúsi við Hrólfsskálavör 2, sbr. fund nr. 46 í Skipulagsnefnd frá 30. ágúst sl.
      Mál.nr. 2016030048
      Heiti máls: Melshúsatún deiliskipulags breyting fyrirspurn v/Hrólfsskálavarar 2
      Málsaðili: Stúdíó Granda, Margrét Harðardóttir
      Lýsing: Spurt um möguleika á breytingu deiliskipulagsskilmála fyrir stækkun á byggingarreit og einbýlishúsi.
      Afgreiðsla:. Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu. Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar.

    4. Lögð var fram endurnýjun á umsagnarbeiðni v/rekstrarleyfis fyrir Ljónið veitingar ehf.í flokki III. skv. 10. gr. laga nr. 85/2007.
      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

Fundi var slitið kl.:17:11

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?