Fara í efni

Bæjarstjórn

26. október 2016

Miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

 

 Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

 

  1. Fundargerð 38. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 4 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:
  2. 49. fundur Skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar:

    Mál.nr.
    2013060016
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
    Lýsing:  Uppfærð gögn lögð fram eftir athugasemdir.
    Afgreiðsla:  Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar, sbr lög nr. 123/2010, með fyrirvara um afgreiðslu Skipulagstofnunar á tillögu að aðalskipulagi.
    Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    Mál.nr.
    2016040138
    Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing:  Drög að svörum við athugasemdum úr grenndarkynningu lögð.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir svör byggingarfulltrúa.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
    Til mál tóku: GAS, BTÁ, ÁE, ÁH, MLÓ, MÖG, SEJ
  3. 406. fundur Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, MLÓ
  4. 27. fundur Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.
  5.  252. fundur stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. 367. fundur stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Tillögur og erindi:
    a)      Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016. 
    Fyrir fundinum lá tillaga um kosningu á eftirtöldum aðilum í undirkjörstjórn vegna alþingiskosninga 29. október 2016:

    Jónas Friðgeirsson, formaður
    Erna Guðmundsdóttir
    Gissur Ari Kristinsson
    Solfrid Dalsgaard Joensen
    Jón Guðmundsson, formaður
    Elín Helga Guðmundsdóttir
    Halldóra Jóhannesdóttir Sanko
    Arnaldur Bragi Jakobsson
    Vilhjálmur Pétursson, formaður
    Guðný Björg Hjálmarsdóttir
    Tómas Gauti Jóhannsson
    Lilja Dís Pálsdóttir

    Samþykkt samhljóða.

    b)      Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. október 2016.
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá.  Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

    Samþykkt samhljóða.

    c)       Lögð var fram umsóknarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir kaffihús Innovation House Café í flokki I skv. 10. gr. laga nr. 85/2007.
    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
    Til mál tóku: ÁH

 

Fundi var slitið kl.: 17:37

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?