Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

345. fundur 10. júní 2004

345. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 10. júní 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagður var fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 2005. Lagðar voru fram forsendur og rammatölur málaflokka. Samþykkt að vinna fjárhagsáætlun 2005 á þessum grunni.

2. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 12/05/04.
Tillaga félagsmálastjóra samþykkt.

3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 12/05/04 vegna kostnaðarauka við hækkun niðurgreiðslu fyrir dagvistun hjá dagmæðrum.
Tillaga félagsmálaráðs um niðurgreiðslu á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagmæðrum samþykkt.

4. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 08/06/04 vegna Skólaskjóls Mýrarhúsaskóla, ásamt greinargerð starfshóps skólanefndar.
Breytingar vegna reksturs Skólaskjóls samþykktar.

5. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 08/06/04 vegna fatlaðra barna í Skólaskjóli ásamt tillögu um úrræði fyrir fatlaða nemendur í 4.-6. bekk.
Samþykkt og kostnaðarauka vegna 2004 vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

6. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 08/06/04 vegna erindis Hróksins, skákfélags, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.
Samþykkt 100.000.- kr. gull-bakhjarl styrkur Hróksins.

7. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa vegna aukins kennslukvóta við Tónlistarskóla Seltjarnarness sbr. 3. tbl. 344. fundar.
Upplýst var að bætt yrði við ½ stöðugildi tónlistarkennara við tónlistarskólann.

8. Lögð fram kröfulýsing Seltjarnarnesbæjar fyrir Óbyggðanefnd vegna krafna fjármálaráðherra f.h. ríkisins um mörk þjóðlendra á Suðvesturlandi, dags. 02/06/04.

9. Lögð fram greinargerð um lífeyrisskuldbindingar Seltjarnarness vegna Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 20/01/04.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum vegna málsins á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

10. Lagt fram bréf Sjóvár-Almennra h.f. dags. 24/05/04 vegna tilboðsgerðar í vátryggingar Seltjarnarnesbæjar.
Samþykkt var að gefa félaginu kost á að leggja fram tilboð í vátryggingar bæjarins.

11. Lagður var fram ársreikningur Skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2003.

12. Lagt fram bréf Einars B. Árnasonar, dags. 15/03/04 með ósk um styrk til heimildarmyndagerðar.
Fjárhags- og launanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.


13. Lagt fram erindi frumkvöðlafræðslunnar, dags. 17/05/04 með ósk um verkefnastyrk. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?