Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

350. fundur 09. desember 2004

350. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 9. desember 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagður var fram úrskurður oddamanns í gerðardómi, dags. 25.11.2004 vegna ágreinings um verð íbúðar við Skólabraut 3.

Samþykkt var að óska eftir lögfræðiáliti vegna málsins.

2. Greint var frá því að fyrir lægi nýtt starfsmat Starfsmannafélags Seltjarnarness og Eflingar.

Stefnt er að því að greiða laun skv. starfsmatinu fyrir jól með afturvirkni skv. kjarasamningum.

3. Lagt var fram bréf, dags. 19. október 2004 frá formanni Starfskjaranefndar og formanni Starfsmenntunarsjóðs Starfsmannafélags Seltjarnarness, þar sem óskað er eftir að greitt verði fyrir nefndarstörf í Starfskjaranefnd og Starfsmenntunarsjóði til samræmis við aðrar nefndir á vegum Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjóra falið að ræða við formann starfsmannafélagsins vegna málsins.

4. Lagt var fram minnisblað Hornsteina ehf., móttekið 11. nóv. 2004, með kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Nesstofu.

5. Lagt var fram umboð stjórnar SHS vegna heimildar til lánsfjármögnunar allt að 258.000.000 kr. á byggingarkostnaði fasteignarinnar að Skógarhlíð 14.

Samþykkt samhljóða.

6. Lagt fram bréf formanns sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju, dags. 21. mars 2004 (móttekið 30. nóv. 2004), þar sem óskað er eftir framkvæmdastyrk vegna viðgerða á kirkjunni.

Samþykkt 3 millj.kr. styrkur sbr. samþykkta fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2005.

7. Lagt fram bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 17.11.2004, þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku við gerð duftgarðs.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt annarra sveitarfélaga.

8. Rætt var um styrk til Leiklistarfélags Seltjarnarness vegna 30 ára afmælis bæjarins.

Staðfest 250.000 kr. styrkur.

9. Lagðar voru fram drög II að reglum um styrki/afslátt á vinnuskyldu starfsmanna Seltjarnarnesbæjar vegna náms á háskólastigi. Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu á 348. fundi Fjárhags- og launanefndar sbr. 8. tl.

Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

10. Lagt var fram bréf ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, dags. 09.11.2004, vegna þátttöku í sameiginlegu markaðsstarfi og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt 200.000 kr. framlag með fyrirvara um þátttöku annarra sveitarfélaga í verkefninu.

11. Lagt var fram bréf Björgunarsveitarinnar Ársæls, dags. 15.11.2004, með ósk um niðurfellingu fasteignagjalda á fasteign sveitarinnar.

Samþykkt samhljóða.

12. Lagt var fram bréf Björgunarsveitarinnar Ársæls, dags. 15.11.2004, með ósk um styrk til reksturs Unglingadeildar sveitarinnar.

Erindinu vísað til afgreiðslu ÆSÍS.

13. Lagt var fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 01.11.2004, með ósk um styrk til verkefnisins.

Samþykkt 60.000 kr. styrkur.

14. Lagt var fram bréf Íþróttafélags fatlaðra, dags. 08.11.2004, með ósk um styrk vegna sundkennslu fatlaðra barna.

Erindinu vísað til Félagsmálaráðs.

15. Lagt var fram bréf Nýsköpunarsjóðs Námsmanna, dags. 25.11.2004, með ósk um rekstrarstyrk.

Samþykkt 100.000 kr. styrkur.

16. Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2005.

17. Lagðar fram verðhugmyndir frá nokkrum tryggingarfélögum um tryggingar bæjarfélagsins.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við þann aðila sem býður besta verð.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?