Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

351. fundur 10. febrúar 2005

351. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 10. febrúar 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

             Þetta gerðist:

 

  1. Lögð var fram þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2006-2008.

Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

  1. Lögð fram greinargerð Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003.

Samþykkt að senda bæjarfulltrúum greinargerðina.

 

  1. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagssviðs, dags. 31.12. 2004, vegna styrkbeiðni Íþróttafélags fatlaðra.

Samþykkt að óska eftir greinargerð frá grunnskólafulltrúa um málið.

 

  1. Lagt var fram minnisblað og úttekt á tölvukerfi Seltjarnarnesbæjar.  Einnig lögð fram þjónustukönnun um tölvudeild Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjóri gerði grein fyrir úttektunum.

Bæjarstjóra falið að vinna að lausn málsins.

 

  1. Lagt var fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), dags. 17. janúar 2005, þar sem óskað er heimildar til 258 milljóna kr. lántöku vegna byggingarframkvæmda SHS-fasteigna.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagður var fram hönnunarsamningur Seltjarnarnesbæjar og Funkis arkitekta vegna breytinga á sundlaug Seltjarnarness, dags. 27. janúar 2005.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

  1. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf., dags. 25. janúar 2005.

Samningurinn var samþykktur.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 01.02. 2005 þar sem óskað er eftir styrk til þjálfunar hjálparhunds fyrir fatlaða.

Samþykkt að óska eftir því að félagsmálastjóri taki saman greinargerð um málið.

 

  1. Lagt var fram bréf frá leikskólastjórum Seltjarnarnesbæjar, dags. 27.01. 2005 með ósk um styrk til starfsmanna bæjarins vegna líkamsræktar og heilsueflingar.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna tillögu um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

  1. Lagt var fram bréf frá framkvæmdastjóra Vélasölunnar ehf. þar sem Seltjarnarnesbæ er boðin til kaups fasteignin við Bygggarða 12.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Lagt var fram bréf Neytendasamtakanna, dags. 2. desember 2004 með beiðni um styrkveitingu.

Samþykktur 30.000 kr. styrkur.

  

12.      Lagt var fram bréf  dags. 03.02. 2005, með ósk um lækkun á fasteignagjöldum.

Erindinu vísað til afgreiðslu félagsmálastjóra.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 5. janúar 2005 frá formanni Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla, með ósk um styrk til sumardvalar fatlaðra nemenda skólans að Laugalandi í Holtum.

Samþykkt að greiða með börnum frá Seltjarnarnesi sem fara að Laugalandi til sumardvalar.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 16.12. 2004 frá Krabbameinsfélaginu með ósk um styrk.

Samþykktur 30.000 kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 14. desember 2004 frá Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, með ósk um þátttöku bæjarins í gerð sögukorts.  Einnig lagt fram minnisblað Óskars Sandholt vegna málsins.

Samþykkt að styrkja útgáfu sögukortsins um 150.000 kr. og fær bærinn þá 230 eintök af kortinu auk þess sem merki sveitarfélagsins verður á bakhlið kortsins.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 20. janúar 2005 frá nokkrum starfsmönnum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins með ósk um styrk vegna heimsleika slökkviliðsmanna.

Samþykktur 50.000 kr. styrkur.

 

  1. Lögð var fram fjárhags- og starfsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2005.

 

  1. Samþykkt að fela bæjarstjóra að endurskoða gjaldskrá gatnagerðargjalda.

 

  1. Samþykktur viðbótarkostnaður til Grunnskóla Seltjarnarness að fjárhæð 616.000 kr. sbr. fundargerð skólanefndar nr. 155 1.tl.  Um er að ræða viðbótarkennslumagn í kjölfar verkfalls kennara.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15 

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                           Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)                                Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?