Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

352. fundur 10. mars 2005

352. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 10. mars 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

     Þetta gerðist: 

  1. Rætt var um heimild til að vinna að því að skuldbreyta lánum bæjarsjóðs með það að markmiði að ná fram hagstæðari lánskjörum.

Samhljóða samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna tillögur um endurfjármögnun lána.

 

  1. Lögð var fram umsókn, dags. 10. febrúar 2005 frá Pálínu Magnúsdóttur, bæjarbókaverði, þar sem óskað er eftir að taka launað námsleyfi í 9 mánuði.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt var fram bréf InPro ehf., dags. 15. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir heimild til að gera úttekt á rekstri SHS með tilliti til einkareksturs slökkviliða á Íslandi.

 

  1. Lagt var fram minnisblað vegna líkamsræktarstyrkja til starfsmanna Seltjarnarnesbæjar sbr. 9. tl. 351. fundar.

Bæjarstjóra falið að semja tillögur um útfærslur að reglum um styrki til starfsmanna fyrir næsta fund.

 

  1. Lagt var fram minnisblað og drög að samningi um leigu, rekstur og þjónustu tölvukerfa og miðlægs tölvubúnaðar fyrir Seltjarnarnesbæ.

Bæjarstjóra falið að leita eftir verðhugmyndum miðað við fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 1. mars 2005 frá Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga með ósk um styrk.

Samþykkt 40.000.- kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 27. janúar 2005 frá Selkórnum með ósk um styrk.

Samþykkt 150.000.- kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 22. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir styrk vegna náms í óperusöng.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 4. mars 2005 frá Leikfélagi eldri borgara með ósk um styrk.

Samþykkt 100.000.- kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 17. febrúar 2005 frá stjórn Gróttu/KR, þar sem óskað er eftir styrk vegna Bikarúrslitaleiks kvenna í handbolta.
Samþykkt 300.000.- kr. styrkur.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?