Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

353. fundur 14. apríl 2005

353. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

             Þetta gerðist:

 

 1. Lögð var fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda og gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúans á Seltjarnarnesi.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 12. apríl 2005  með tillögu um skuldbreytingu yfirtekinna lána Hrólfsskálamels ehf.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Lagt var fram minnisblað, dags. 8. apríl 2005 um þjónustutilboð vegna tölvukerfa bæjarins.  Bæjarstjóri kynnti verðhugmyndir þriggja aðila.  Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

 1. Lagt var fram bréf VST, dags. 15. mars 2005 með tilboði vegna verkefnastjórnunar við Sundlaug Seltjarnarness ásamt drögum að verksamningi.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi sbr. framlögð gögn.

 

 1. Lögð fram drög að reglum vegna líkamsræktarstyrkja til starfsmanna Seltjarnarnesbæjar, sbr. 4. tl. 352. fundar.

Samþykkt samhljóða að greiða líkamsræktarstyrki frá 1. maí 2005 skv. framlögðum reglum þar um.

 

 1. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 16. mars 2005 með ósk um breytingu á samþykktri fjárhagsáætlun 2005 vegna framkvæmda við Mýrarhúsaskóla.

Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Lagt fram bréf frá riturum við Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 6. apríl 2005 vegna yfirvinnugreiðslna í kaffitímum.

Nefndin telur að um skipulagsmál sé að ræða innan viðkomandi stofnunar og skólastjóra beri að leysa málið.

 

 1. Lögð fram tillaga um útboð á rekstri fyrirhugaðrar líkamsræktar í Sundlaug Seltjarnarness ásamt drögum að leigusamningi.

Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

 1. Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. mars 2005 með ósk um úttekt á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.

Bæjarstjóra falið að leita að aðila til að vinna úttekt á rekstri íþróttamiðstöðvar og koma með tillögur um úrbætur.

 

 1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustunnar, dags. 6. apríl 2005 vegna beiðni um styrk til þjálfunar hjálparhunds, sbr. 8. tl. 351. fundar.

Afgreiðslu frestað.

  

 1. Lagt fram bréf Leiklistarfélags Seltjarnarness, móttekið 11. apríl 2005, með ósk um styrk vegna uppsetningar á leikverki.

Samþykkt 150.000 kr. styrkur.

 

 1. Lagt fram bréf, dags. 1. mars 2005, með ósk um styrk.

Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að svara málinu.

 

 1. Lagt fram bréf, dags. 21. febrúar 2005, með ósk um styrk til vefsíðugerðar.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

 1. Lagt fram bréf, dags. 13. mars 2005, með ósk um styrk vegna þátttöku í alþjóðlegu skautamóti.

Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu ÆSÍS.

 

 1. Lagður fram tölvupóstur Alnæmissamtakanna, dags. 10. mars 2005, með ósk um styrk til fræðslu og forvarna.

Samþykkt 30.000 kr. styrkur.

 

 1. Lagður var fram ársreikningur SSH fyrir árið 2004.

 

 1. Lögð fram úthlutun kennslumagns grunnskóla fyrir skólaárið 2005-2006 skv. samþykktu reiknilíkani fyrir úthlutun kennslumagns.

Samþykkt og vísað til skólanefndar.

  

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?