Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

354. fundur 12. maí 2005

354. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 12. maí 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

            Þetta gerðist:

 

 1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 9. maí 2005, þar sem þess er farið á leit við nefndina að gjaldskrá fyrir hundahald á Seltjarnarnesi verði hækkað.

Tillaga að nýrri gjaldskrá samþykkt samhljóða.

 

 1. Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 2. maí 2005, þar sem óskað er eftir heimild til viðbótargreiðslna til tónlistarskóla í Reykjavík í kjölfar kjarasamnings tónlistarskólakennara.

Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 24. apríl 2005, með ósk skólanefndar um viðbótarstundir til kennslu í 9. bekk skólaárið 2005-2006.  Áætlaður viðbótarkostnaður á árinu 2005 er 1.100.000 kr.

Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 10. maí 2005, með ósk um hækkun fjárveitingar vegna launakostnaðar stuðningsfulltrúa á leikjanámskeiðum, samtals 1.300.000 kr.

Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 4. maí 2005, með umsögn um beiðni um lækkun á fasteignagjöldum 2005.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að afgreiða málið til samræmis við tillögu félagsmálastjóra.

 

 1. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 11. maí 2005 með tillögu um aðgengisnotkun á vef Seltjarnarnesbæjar.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Lagður var fram samningur dags. 20. apríl 2005 milli Seltjarnarnesbæjar og TM-Skyggnis um rekstur tölvukerfa bæjarins.

Samþykkt, Sunneva sat hjá.

Bjarni Torfi Álfþórsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

 1. Lagt fram bréf Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis, dags. 3. maí 2005, með ósk um ferðastyrk fyrir foreldri alvarlega veiks barns.

Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

 1. Lagt fram bréf frá Baldri Sigurðssyni, dósent við Kennaraháskóla Íslands, dags. 20 apríl 2005, með ósk um styrk til Stóru upplestrarkeppninnar.

Erindinu vísað til skólanefndar.

  

 1. Lagður var fram ársreikningur SHS-fasteigna ehf. (fasteigna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.) fyrir árið 2004.

 

 1. Lagður var fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2004.

 

 1. Lagður var fram ársreikningur Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2004.

 

 1. Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2004.

 

 1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að þjónustusamningi um rekstur grenndargáma fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og samkomulagi um skiptingu kostnaðar milli þeirra. Bæjartæknifræðingi falið að skrifa undir samningana fyrir hönd bæjarins.

  

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?