Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

358. fundur 06. október 2005

358. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 6. október 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist: 

  1. Rætt var um kaup á lóð vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.  Lögð fram drög að makaskiptasamningi Seltjarnarneskaupstaðar og Íslenskra aðalverktaka.  Einnig lagt fram minnisblað Landslaga lögfræðistofu um heimildir sveitarfélaga til gerðar einkaréttarlegra samninga.

Fjárhags- og launanefnd samþykkir að kannað verði hvort möguleikar séu á samkomulagi um makaskiptasamning á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

 

  1. Lögð var fram tillaga bæjarstjóra um tilraunaverkefni á sviði íbúaöryggis ásamt drögum að tímabundnum samningi Seltjarnarneskaupstaðar og Securitas þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.    

  1. Lagt var fram bréf Þyrpingar h.f. dags. 21.09.2005 með tilboði um kaup á fasteignum bæjarins við Sef- og Bygggarða.

Fjárhags- og launanefnd tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fela  óháðum aðila að verðmeta eignir bæjarins og annast nánari útfærslu á tilboðum.

  1. Lagt var fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 04.10.2005 með tillögu um systkinaafslátt á milli leikskóla og dagmæðrakerfis.

Fjárhags- og launanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar félagsmálaráðs.

  1. Rætt var um gjöf  Seltjarnarnesbæjar í tilefni af 130 ára afmæli Mýrarhúsaskóla.

Samþykkt 500.000.- kr. til kaupa á leiktæki á skólalóð Mýrarhúsaskóla.

  1. Lagt var fram bréf Selkórsins, dags. 14.09.2005 með ósk um stuðning við sameiginlega tónleika kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Samþykkt að styrkja um allt að 400.000.- kr.

  1. Lagt var fram bréf dags. 07.09.2005 með ósk um styrk vegna tónleikahalds á Seltjarnarnesi.

Samþykktur 100.000.- kr. styrkur.

  1. Lagt var fram bréf UNIFEM, dags. 09.09.2005 með ósk um útgáfustyrk.

Samþykkt 30.000.- kr. styrkur.

  1. Lagður var fram ársreikningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir árið 2004.          

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:45

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)                                      
Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)                               
Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?