Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

364. fundur 17. febrúar 2006

364. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn

17. febrúar 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð. 

            Þetta gerðist:

 

  1. Lagðar voru fram tillögur Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 28.01.06 um heimildir sveitarfélaga til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna stéttarfélaga sem samið hafa um starfsmat við LN.  Einnig lagt fram bréf dags. 16. febrúar s.l. frá framkvæmdastjóra Fjárhags- og stjórnsýslusviðs þar sem fram kemur hver kostnaðarauki Seltjarnarnesbæjar verður ef heimildin er að fullu nýtt.

Fjárhags- og launanefnd samþykkir að heimildir til launahækkana verði nýttar að fullu.

 

  1. Lögð var fram réttarsátt dags. 19. janúar sl. vegna Ræktarinnar ehf.   Ræktin fellir niður málsókn á hendur Hrólfsskálamel og Seltjarnarnesbæ, en á móti fellur bærinn niður innheimtukröfu sína á hendur Ræktinni.

 

  1. Lagður var fram drög að þjónustusamningi Seltjarnarnesbæjar og Securitas um framhald hverfavörslu.  Einnig lögð fram skýrsla öryggisvarða fyrir tímabilið 2. janúar til 1. febrrúar 2006 og viðhorfskönnun sem gerð var um öryggismál í janúar sl.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. bæjarins.

 

4.      Lagt var fram minnisblað leikskólafulltrúa dagsett 14.02.06, með tillögu um hækkun á niðurgreiðslu vegna barna á einkareknum leikskólum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt var fram minnisblað leikskólafulltrúa dagsett 01.02.06, með umsókn um aukinn stuðning fyrir barn í leikskólanum Mánabrekku.  Um er að ræða aukningu um 0,5 stöðugildi.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt var fram minnisblað leikskólafulltrúa dagsett 14.02.06, með umsókn um aukinn stuðning fyrir barn í leikskólanum Mánabrekku.  Um er að ræða aukningu um 0,2 stöðugildi.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagsþjónustusviðs dagsett 09.02.06 með tillögu um breytingu á niðurgreiðslum vegna dagforeldra.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagsþjónustusviðs, dagsett 09.02.06 með umsögn um aðilaskipti að samningi um rekstur Alþjóðahússins.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagt fram bréf Starfsmannafélags Seltjarnarness dagsett 09.02.06 vegna starfshvetjandi umbunar. 

Samþykkt að verða við beiðninni.

Með vísan til 629. fundar bæjarstjórnar frá 18. janúar sl. er samþykkt að breyta bókun 8. tl. 363. fundar Fjárhags- og launanefndar þannig að við bætist framlögð tillaga og greinargerð bæjarstjóra.

 

  1. Lagt fram bréf Háskólans í Rvík, dagsett 19.01.06 með ósk um aðkomu Seltjarnarnesbæjar að stofnun rannsóknarmiðstöðvar Háskólans í Rvík í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila.

Samþykkt með fyrirvara um að af verkefninu verði.

 

  1. Lagt fram bréf Láru V. Júlíusdóttur hrl. dagsett 10.01.06 vegna vinnuslyss.

Samþykkt að vísa erindinu til bæjarlögmanns.

 

  1. Lagt var fram bréf æskulýðsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar dagsett 18.01.06 með ósk um ferðastyrk.

Erindið hefur verið samþykkt af ÆSÍS.

 

  1. Lagt var fram bréf Neytendasamtakanna dagsett 23.11.2005 með ósk um styrk.  Afgreiðslu frestað á 362. fundi.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna dagsett 20.11.05 með ósk um styrk.  Afgreiðslu frestað á 362. fundi.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                               Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                   Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?