Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

366. fundur 11. apríl 2006

366. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 11. apríl 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

            Þetta gerðist: 

1.     Lagt var fram drög að samningi Seltjarnarneskaupstaðar og (ÍAV) Íslenskra aðalverktaka hf. um sölu byggingaréttar á Lýsislóð og Hrólfskálamel ásamt minnisblaði Fulltingis lögmanna dagsett 06.04.2006. Málanúmer: 2003110072

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn en jafnframt fá álit endurskoðanda  bæjarins á bókhaldslegri meðferð í efnahagsreikningi á væntanlegum byggingarrétt á Grandavegi.

2.      Lagt var fram bréf Þyrpingar hf. dagsett 5. apríl 2006 ásamt drögum að kaupsamningi að landspildu umhverfis Bygggarða/Sefgarða á Seltjarnarnesi, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber þ.m.t. byggingarrétti. Málanúmer: 2006010048

3.      Lagður var fram ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2005 ásamt greinargerð með ársreikningi.  Einnig lögð fram tillaga frá eigendafundi Strætó bs. sem haldinn var 22. mars 2006. Málanúmer: 2006030082

4.      Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2005 ásamt ársreikningi Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og SHS fasteigna ehf fyrir árið 2005.  Einnig lagt fram endurskoðunarbréf PricewaterhouseCoopers vegna ársreikninga 2005. Málanúmer: 2006040012

5.      Lagður var fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2005. Málanúmer: 2006040013

6.      Lagt var fram bréf frönskunema í Valhúsaskóla með ósk um styrk vegna Frakklandsferðar í maí nk. Málanúmer: 2006030079

Samþykkt 10.000 kr. styrkur á einstakling.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:50

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                                       Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                         Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?