Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

367. fundur 08. maí 2006

367. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn mánudaginn 8. maí 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

Haukur Geirmundsson sat fundinn vegna 1. tl.

             Þetta gerðist: 

  1. Lögð var fram úttekt Glax-viðskiptaráðgjöf á rekstri mannauði og stjórnun hjá Íþróttamiðstöð Seltjarnarness, ásamt tillögum að breytingum.

Garðar Jónsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir skýrslunni.

Tillögur teknar til afgreiðslu á næsta fundi.  (Málsnúmer:  2006050030)

 

2.      Rætt var um bréf Þyrpingar hf. dags. 5. apríl s.l. sbr. 2.tl. 366. fundar.

Oddur Víðisson mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindinu.  (Málsnúmer:  2006010048)

 

3.      Lagt fram bréf dags. 11. apríl sl., þar sem Seltjarnarnesbær er boðin félagsaðild að Inec.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.  (Málsnúmer:  2006050004)

 

  1. Lögð fram beiðni fimleikadeildar Gróttu um styrk.

Vísað til afgreiðslu Æskulýðs- og íþróttaráðs.  (Málsnúmer:  2006050003)

 

5.      Lagt fram bréf dags. 2. maí sl., frá orlofsnefnd Starfsmannafélags Seltjarnarness með beiðni um styrk vegna meiriháttar breytinga á sumarhúsi félagsins í Skyggnisskógi.

Samþykkt 1 millj. kr. styrkur.   (Málsnúmer:  2006050029)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 23. apríl sl. þar sem óskað er eftir styrk.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.  (Málsnúmer:  2006050001)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 11. apríl sl. frá Björgunarsveitinni Ársæli og Slysavarnardeildinni Vörðunni með ósk um niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarstjóra falið að semja reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka sbr. ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. (Málsnúmer:  2006040035)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 26. apríl sl. með ósk um lækkun á fasteignagjöldum.

Vísað til félagsmálaráðs.  (Málsnúmer:  2006040039)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 18. apríl sl. með ósk um styrk vegna tónlistarnáms nk. Sumar.

Vísað til afgreiðslu Æskulýðs- og íþróttaráðs.  (Málsnúmer:  2006040036)

 

  1. Lögð fram beiðni Krabbameinsfélagsins um styrk.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.  (Málsnúmer:  2006010002)

 

  1. Lögð fram beiðni um styrk vegna fyrirhugaðrar strandvegsgöngu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Samþykkt 25.000 kr. styrkur.  (Málsnúmer:  2006050005)

 

  1. Lagðir fram ársreikningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir árið 2005. (Málsnúmer:  2006050014)

 

  1. Lagðir fram ársreikningar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2005. (Málsnúmer:  2006050013)

 

  1. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2006. (Málsnúmer:  2006050015)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 3. maí sl., vegna úrskurðar um starfsmat.

Starfsmanni bent á að áfrýja starfsmatsniðurstöðunni. (Málsnúmer:  2006050016)

 

  1. Lögð fram drög að viðbótarsamningi um sorphirðu í Seltjarnarnesbæ.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.  (Málsnúmer:  2006030008)

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:50

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                                       Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                         Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?