Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

369. fundur 03. júlí 2006

369. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn mánudaginn 3. júlí 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

            Þetta gerðist:

Formaður fjárhags- og launanefndar lagði fram lista yfir fundatíma nefndarinnar fyrir tímabilið júlí-desember 2006.

 

 1. Lagður var fram rammi fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007.

(Málsnúmer:2006060081 )

 

2.      Lagður var fram viðbótarsamningur um sorphirðu í Seltjarnarnesbæ dags. 12.6.2006.

Samþykkt samhljóða.

(Málsnúmer:2006060027 )

 

3.      Lagðar voru fram tvær beiðnir um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram fer í Slóveníu 10.-18. júlí nk.

Samþykkt að verða við styrkbeinunum.

(Málsnúmer: 2006060069 )

 

 1. Lögð var fram beiðni um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði sem fram fer í Singapore 8.-17. júlí nk.

Samþykkt að verða við styrkbeiðninni.

(Málsnúmer: 2006050087 )

 

5.      Lögð fram beiðni frá Foreldra- og styrktarfélagi Öskjuhlíðarskóla dags. 29. maí s.l. með  beiðni um fjárveitingu v/sumardvalar Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla sumarið 2006.

Framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að afgreiða erindið.

      (Málsnúmer: 2006060005 )

 

 1. Lagt fram bréf dags. 2. júní sl. frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna úttektar á eldvörnum húseignarinnar Suðurstrandar 2.

Erindinu vísað til framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs.

      (Málsnúmer: 2006060009 )

 

 1. Lagt fram bréf dags. 26. apríl sl. með beiðni um afslátt af vinnuskyldu vegna náms sbr. samþykktar reglur fjárhags- og launanefndar.

Samþykkt samhljóða.

            (Málsnúmer: 2006050017 )

 1. Lagt fram bréf grunnskólafulltrúa dags. 2. júní sl., með ósk um viðbótarsérkennslu fyrir nemanda í Grunnskóla Seltjarnarness.

Samþykkt samhljóða.

 (Málsnúmer:2006050079  )

 

 1. Lagt fram bréf frá nokkrum íbúum við Selbraut, dags. 10. maí 2006, þar sem óskað er eftir samstarfi við bæjaryfirvöld vegna endurnýjunar á girðingu við Nesveg.

Vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

(Málsnúmer: 2006060001 )

 

 1. Bréf Björgunarsveitarinnar Ársæls og Slysavarnarfélagsins Vörðunnar dags. 11. apríl sl., með beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, (frestað á fundi 8. maí sl.)

Ekki er unnt að verða við erindinu.

(Málsnúmer: 2006040035 )

 

 1. Lagt fram bréf félagsmálastjóra dags. 23. júní sl., þar sem óskað er erftir viðbótarfjármagni vegna stuðnings við fötluð börn á sumarnámskeiðum sumarið 2006.

Samþykkt samhljóða.

(Málsnúmer: 2006060070)

 

 1. Lagt fram bréf leikskólafulltrúa dags. 29. júní sl., vegna samnings við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Erindi leikskólafulltrúa samþykkt.

            (Málsnúmer: 2005100009)

 

 1. Lagt fram bréf félagsmálastjóra dags. 29. júní sl., með ósk um viðbótarstöðugildi félagsráðgjafa til að sinna unglingamálum.

Samþykkt sem tilraunaverkefni til eins árs, óskað er eftir starfslýsingu fyrir starfið.

(Málsnúmer: 2006060087)

 

 1. Lögð fram ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma fyrir árið 2005.        

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:30

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) 

Sigrún E. Jónsdóttir (sign) 

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?