Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

370. fundur 21. ágúst 2006

370. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 21. ágúst 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð. 

 

            Þetta gerðist:

 

  1. Rætt var um erindi Þyrpingar hf., dags. 5. apríl 2006 vegna sölu byggingarlands við Bygggarða, sbr. 2. tl. 367. fundar og 2. tl. 366. fundar.

Bæjarstjóra falið að halda viðræðum áfram við Þyrpingu.

(Málsnúmer: 2006010048 )

 

2.      Lagður var fram úrskurður Óbyggðarnefndar í máli nr. 2/2004.

Niðurstaða óbyggðanefndar er að land afréttar Seltjarnarness hins forna svo sem það er afmarkað teljist þjóðlenda.

Bæjarstjóra falið að ræða við lögfræðinga bæjarins um frekari málsmeðferð.

(Málsnúmer:  2006040004 )

 

3.      Lagt fram bréf, dags. 11. apríl 2006 með boði um þátttöku í samstarfi um þróun rafrænnar stjórnsýslu.  Afgreiðslu frestað á fundi 8. maí 2006 sbr. 3. tl.

Samþykkt samhljóða.

(Málsnúmer:  2006050004 )

 

  1. Lagt fram bréf forstöðumanns íþróttamannvirkja, dags. 21. júní s.l. vegna starfsmanns íþróttahúss.

Framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að leiðbeina starfsmanni varðandi áfríunarferli starfsmats.

(Málsnúmer: 2006060046 )

 

5.      Lagður var fram úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 13. júlí sl., í máli Íslenska gámafélagsins ehf. gegn Seltjarnarnesbæ.

Kröfum kæranda, Íslenska gámafélagsins ehf. vegna meintrar ákvörðunar Seltjarnarness um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum framlengingu fyrri samnings um sorphirðu er hafnað.

      (Málsnúmer: 2006030008 )

 

  1. Lagt fram bréf dags. 26. júlí sl., með beiðni um styrk vegna Hinsegin daga í Reykjavík, 12. ágúst sl.

Samþykkt 10.000.- kr. styrkur.     

 

  1. Lögð fram ný gjaldskrá sundlaugar Seltjarnarness.

Gjaldskráin var samþykkt samhljóða.

            (Málsnúmer: 2006080004  )

 

  1. Bæjarstjóri upplýsti að til stæði að auglýsa starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Bæjarstjóra falið að ræða við ráðningarstofu vegna þessa.

         

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:30

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                           Stefán Pétursson (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?