Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

24. október 2006

373. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 24. október 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Sunneva Hafsteinsdóttir,  Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

 

            Þetta gerðist:

 

 1. Lagður var fram viðaukasamningur Seltjarnarnesbæjar og Vodafone um fjarskiptaþjónustu.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.    

(Málsnúmer:  2005100060 )

 

2.      Lögð fram stjórnsýsluúttekt Deloitte á Strætó bs., dags. 17. október 2006.

Stjórnsýsluúttektin verður lögð fram í bæjarstjórn.                          

 

3.      Lagt fram bréf nefndar um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, dags. 17. október 2006.

Skjalastjóra bæjarins falið að svara erindinu. 

(Málsnúmer:  2006100050)

 

 1. Lagt fram bréf stjórnar Alþjóðahúss ehf., dags. 28. september 2006 um endurnýjun samnings við félagið ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsþjónustu frá 10. október 2006.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita framlengingu samnings um eitt ár.

(Málsnúmer:  2006100007)

 

5.      Lagt fram bréf SSH. dags. 5. október 2006 vegna samkomulags aðildarsveitarfélaga og LURK. um gagnagrunn svæðisskipulags.

(Málsnúmer:  2006100019)

 

 1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 19. október 2006 vegna námsstyrks.

Fjárhags- og launanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir á endurmenntunarliði félagsmálasviðs.

(Málsnúmer:  2006100037)

 

 1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 5. október 2006 vegna umsagnar félagsmálaráðs vegna beiðni um lækkun útsvars.

Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.

            (Málsnúmer:  2006090006)

 

 1. Lagt fram bréf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 21. september 2006 vegna yfirvinnugreiðslu til kennara sem nýtur afsláttar á vinnuskyldu vegna náms.

Erindið var samþykkt.

(Málsnúmer: 2006100073)

 

 1. Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17. október 2006 vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við lögmann bæjarins.

(Málsnúmer: 2006100046  )

 

 1. Lagt fram bréf dags. 13. október 2006 frá RSK. vegna sjálfvirkra útreikninga á afsláttum á fasteignasköttum elli- og örorkulífeyrisþega.

(Málsnúmer:  2006100044)

 

 1. Lagt fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna, dags. 2. október 2006 með ósk um styrk.

Afgreiðslu frestað.

(Málsnúmer:  2006100009)

 

 1. Lagt fram bréf Slysavarnardeildar Vörðunnar, dags. 2. október 2006 með ósk um ferðastyrk.

Samþykkt 10.000.- kr. styrkur fyrir hvern félagsmann, sem fer í ferðina.

Stefán Pétursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 (Málsnúmer:  2006100003  )

 

 1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, dags. 28. september 2006 með ósk um styrk.

Vísað til afgreiðslu félagsmálasviðs.

(Málsnúmer:  2006100001)

 

 1. Lagt fram bréf Neytendasamtakanna, dags. 03. október 2006 með ósk um styrk.

Samþykkt 50.000.- kr. styrkur.

(Málsnúmer:  2006100014)

 

 1. Lagt fram bréf Hróksins, dags. 16. október 2006, með ósk um styrk.

Samþykkt 25.000.- kr. styrkur.

(Málsnúmer:  2006100042)

 

 1. Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 12. september 2006, með ósk um styrk.

Samþykkt 50.000.- kr. styrkur.

(Málsnúmer:  2006090060)

 

 1. Lögð fram fundargerð Samstarfsnefndar Starfsmannafélags Seltjarnarness, dags. 28. september 2006.

(Málsnúmer:  2006100068 )

 

 1. Lögð fram samantekt framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 23. október 2006 vegna mötuneytismála í leik- og grunnskólum Seltjarnarness sbr. beiðni þar um, sjá 4. tl. 372. fundar.

Vísað til umfjöllunar skólanefndar.

(Málsnúmer:  2006100069 )

 

 1. Lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 36/1982, dags. 20. október 2006 um Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt.

            (Málsnúmer:  2005040084  )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:55

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                                     Stefán Pétursson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)                          Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?