Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

376. fundur 16. janúar 2007

376. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2007 kl. 08:00 á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

Óskar J. Sandholt sat fundinn vegna 2.og 3. tl.

            Þetta gerðist: 

 1. Lagt var fram erindi Strætó bs. dags. 5. janúar s.l. vegna nýrrar kostnaðarskiptareglu eigenda sem samþykkt var á fundi stjórnar Strætó bs. 8. desember 2006. 

      Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

(Málsnúmer:   2006100076 )

 1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 7. desember s.l. vegna stöðu kjaramála kennara.

 (Málsnúmer:   2006110026  )

3.      Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem fram kemur kostnaðarmat vegna tillögu að breytingum á starfsemi sviðsins sbr. 6. tl. 375. fundar.

Samþykkt er tillaga framkvæmdastjóra um ráðningu fulltrúa á sviðið og kostnaði því samfara vísað til endurskoðaðrar áætlunar.

Bæjarstjóra falið að leggja fram í bæjarstjórn breytingu á skipuriti bæjarins m.t.t.. þessara breytinga.

(Málsnúmer: 2006120020 )

 1. Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 22. desember sl. með endanlegum útgjaldajöfnunarframlögum 2006.

(Málsnúmer:  2007010036 )

 1. Lagður var fram samningur Seltjarnarneskaupstaðar og Fasteignamats ríkisins um álagningarhluta Landskrár fasteigna, dags. 27. desember 2006.

Samþykkt samhljóða.

(Málsnúmer:    2006120059 )

 1. Lagt fram bréf Lex lögmannstofu, dags. 27. desember sl. vegna kröfu um endurgreiðslu fasteignaskatts á húsnæði Bókasafns Seltjarnarness, Eiðistorgi.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við lögmenn bæjarins.

(Málsnúmer:  2006120062  )

7.      Lagt fram bréf dags. 13. desember sl. frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þar sem tilkynnt er hækkun á framlagi launagreiðenda úr 6% í 8% frá 1. janúar 2007.

(Málsnúmer: 2007010055 )

8.      Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Starfsmannafélags Seltjarnarness frá 13. desember sl.

(Málsnúmer: 2006100068)

 1. Lagt fram bréf dags. 12. janúar sl. frá Ástu Hrund Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Young Global Leaders.  

Samþykkt 30.000.- kr. styrkur.

(Málsnúmer: 2007010048)

 1. Lagt fram bréf dags. 5. janúar 2007 frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum og Landssambandi íslenskra vélsleðamanna með ósk um styrk.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 (Málsnúmer:   2007100028 )

 1. Lagt fram bréf Barnaheilla, dags. 22. desember 2006 með ósk um styrk.

Vísað til afgreiðslu félagsmálaráðs.

(Málsnúmer: 2006120054)

 1. Lagt fram bréf dags. 5. desember 2006 frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur með ósk um styrk.

Samþykkt 50.000.- kr. styrkur.

(Málsnúmer:  2006120016 ) 

 1. Lagt fram bréf dags. 5. desember 2006 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins með ósk um styrk.

Samþykkt 50.000.- kr. styrkur.

 (Málsnúmer: 2006120017)

 1. Rætt var um leiðréttingu á styrkfjárhæð vegna þátttöku ungmenna á Olympíukeppni í stærðfræði og eðlisfræði.

(Málsnúmer: 2006060069)

Samþykkt að greiða sem svarar 6 vikna sumarlaunum.

 1. Guðrún Helga Brynleifsdóttir ítrekar beiðni sína um kostnaðaryfirlit við endurnýjun á Sundlaug Seltjarnarness ásamt lokatölum vegna gervigrasvallar á Suðurströnd.

(Málsnúmer: 2003090031)

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)             Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)                        Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?