Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

379. fundur 03. maí 2007

379. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 3. maí 2007 kl. 08:00 á skrifstofu bæjarstjóra, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

           Þetta gerðist:

 

 1. Lögð voru fram drög að samningi Læknafélags Íslands, menntamálaráðuneytisins, Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns Íslands um byggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands.

  Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. bæjarins með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

  Bætt verði inn grein í samningsdrögin um að málið hljóti lögformlegt skipulagsferli.
  (Málsnúmer:  2006050011 )
 2. Lagt var fram úthlutunarlíkan fyrir kennslumagn og stöðuheimildir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2007-2008.

  Samþykkt samhljóða.
  (Málsnúmer: 2007020032 )
 3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs, dags. 04.04.07 um breytingar á reglum og gjaldskrá Skólaskjóls.

  Samþykkt samhljóða.
  (Málsnúmer: 2007010060 )
 4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs, dags. 25.04.07 með ósk um styrkveitingu vegna námsferðar leikskólakennara.

  Samþykkt 430.000 kr. styrkur.
  (Málsnúmer: 2007030044 )
 5. Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, um niðurfellingu lántökugjalda lána lánasjóðsins.
  (Málsnúmer: 2007050003 )
 6. Lagður var fram ársreikningur SSH. bs. , fyrir árið 2006. (Málsnúmer: 2007030027 )
 7. Lagður var fram ársreikningur Sorpu bs., fyrir árið 2006.(Málsnúmer: 2007030051 )
 8. Lagður var fram ársreikningur Strætó bs., fyrir árið 2006.(Málsnúmer: 2007030046)

            Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?