Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

335. fundur 25. september 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2004.

Stefnt er að því að leggja fram drög að fjárhagsáætlun 2004 á næsta fundi nefndarinnar 9. október nk.

2. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Heilsugæslu Seltjarnarness vegna leigu af hluta af húsnæði því sem Bókasafn Seltjarnarness var áður í á Skólabraut.

3. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hugmyndir að stækkun Tónlistarskóla Seltjarnarness og kostnaði við breytingarnar.

4. Rætt var um erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls, dags. 1/7 ´03 vegna húsnæðis sveitarinnar í Bakkavör.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í viðræðum við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar.

5. Lagt var fram minnisblað (ódagsett) frá framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um fjármál sveitarinnar.

6. Lagt var fram bréf leikskólastjóra Sólbrekku, dags. 8/9 ´03 með ósk um leiðréttingu á launum vegna námsleyfis.

Samþykkt að óska eftir áliti lögfræðings Samb. ísl. sveitarfélaga vegna málsins.

7. Lagt fram bréf frá Hannesi Páli Hannessyni, dags. 27/8 ´03 með ósk um námsstyrk.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið kl. 8:50

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?